Translate to

Fréttir

29. þing Sjómannasambands Íslands

Sævar Gunnarsson Sævar Gunnarsson
Valmundur er t.h. á myndinni Valmundur er t.h. á myndinni

29. þing Sjómannasambands Íslands er haldið dagana 4. og 5. desember 2014 að Grand Hóteli, Reykjavík. Þingið var sett kl. 10:00 þan 4. desember. Verk Vest á rétt á einum þingfulltrúa og sækir Sævar Gestsson formaður sjómannadeildar félagsins þingið fyrir hönd félagsins. Á þinginu mun Sævar Gunnarsson, sem verið hefur formaður Sjómannasambandsins til 20 ára, láta af störfum og nýr formaður verða kjörinn. Yfirgnæfandi líkur eru á að Valmundur Valmundarson formaður sjómannafélagsins Jötuns í Vestmannaeyjum verði nýr formaður Sjómannasambandsins. Sævar sagði í samtali við RÚV að helst brynni á sjómönnum að þeir hefðu verið án kjarasamnings í fjögur ár. „Megin ástæðan er sú að það er búið að boða öll þessi fjögur ár breytingar á lögunum um stjórn fiskveiða en það hefur aldrei komið neitt frumvarp fram, ekki enn þann dag í dag og ráðherran sagði við okkur áðan að það kæmi ekki héðan af fyrr en eftir áramót og það merkir í mínum huga á vordögum. Útvegsmenn einfaldlega segja: Við semjum ekki við ykkur fyrr en við vitum hvernig þessi þáttur málanna liggur fyrir.“  Hann segir að vinnuálag og fámenni á sumum fiskiskipum sé óviðunandi. Aukið álag á sjómenn stórauki slysahættu. „Þetta eru bara hlutir sem eiga ekki að vera í nútímaþjóðfélagi. Þetta er orðið þrælahald í sumum tilvikum.“ Er haft eftir Sævar á RUV.IS.

Dagskrá þingsins má nálgast hér.

Deila