Translate to

Fréttir

Afnám vörugjalda og lækkun á VSK - lítil merki um lækkanir á byggingavörum

Frá því í október 2014 hefur verðlagseftirlitið skoðað verðbreytingar á byggingavörum vegna afnáms vörugjalda um áramótin og lækkunar á virðisaukaskatti.
Verðlagseftirlitið áætlar að verð byggingaörur sem áður báru 15% vörugjöld ættu að lækka um 14% við afnám vörugjaldanna og þegar lækkun á virðisaukaskattinum úr 25,5% í 24% er tekin með í reikninginn ætti lækkunin að vera 15,2%. Þetta eru byggingavörur s.s. gipsplötur, gólfefni, vaskar og salernisskálar. 

Bauhaus lækkaði ekki verð í tæplega 85% tilvika, Húsasmiðjan ekki í tæplega 45% tilvika og verðlækkanir í Byko voru innan við 5% í tæplega 90% tilvika. 
Verslanirnar; Birgisson, Egill Árnason og Harðviðarval eru þær verslanir sem hlutfallslega oftast lækkuðu verð um 15% eða meira eða í nálægt 2/3 tilfella.

Nánar á ASI.IS

Deila