þriðjudagurinn 27. september 2011

Bókasöfnum á Vestfjörðum færð bókargjöf

Stjórn og trúnaðarráð Verk Vest samþykkti á fundi þann 20. september að bókasöfnum á Vestfjörðum yrði fært eintak af fyrsta bindi sögu verkalýðsbaráttu á Vestfjörðum "Vindur í seglum" eftir Sigurð Pétursson sagnfræðing, en bókin kom út fyrr á þessu ári. Það var samdóma álit fundarins að sagan væri ekki eingöngu saga baráttunnar fyrir bættum kjörum heldur væri hún í senn atvinnu- og mannlífssaga Vestfjarða. Því væri því nauðsynlegt að þetta merka rit yrði sem aðgengilegast á öllu félagssvæði Verk Vest. Þess má geta að bókin var kynnt hjá Ísfirðingafélaginu í Reykjavík við góðar undirtektir og er því beint til annarra átthagafélaga af Vestfjörðum að gera slíkt hið sama. Rétt er að benda á að bókin er til sölu á skrifstofu félagsins á Ísafirði en einnig er hægt að nálgast hana í helstu bókaverslunum.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.