Translate to

Fréttir

Félagar í Verk Vest samþykkja heimild til verkfallsboðunar

Rafrænni atkvæðagreiðslu hjá Verk Vest um heimild til verkfallsboðunar lauk á miðnætti 20. apríl og lá niðurstaða kosninganna fyrir um klukkan eitt í nótt. Mjög góð þátttaka var í rafrænni kosningu og skilaboð félagsmanna afdráttarlaus. Á kjörskrá í almenna samningnum voru 608 félagsmenn og kusu 318 eða 52,3%. JÁ sögðu 300 eða 94,34%  NEI sögðu 15 eða 4,72%  auðir seðlar voru 3 eða 0,94%. Í kjarasamningi Hótel- veitinga og ferðaþjónustugreina voru 55 á kjörskrá  og kusu 13 eða 23,64%. JÁ sögðu 12 eða 92,31% einn sagði NEI eða 7,69%.  

Eins og áður sagði þá eru skilaboðin afdráttarlaus og skýr, félagsmenn Verk Vest sætta sig ekki við "dónatilboð" SA um 7 - 9.000 króna hækkun taxtalauna og ætla að berjast fyrir bættum kjörum með samstöðuna að vopni. Það er mikill styrkur fyrir samninganefnd félagsins að finna að baklandið er traust og fá svo skýr skilaboð um heimild til boðunar verkfallsaðgerða. Niðurstöður kosninganna verða sendar til Samtaka atvinnulífsins og ríkissáttasemjara síðar í dag, og mun aðgerðir hefjast þann 30. apríl með allsherjarverkfalli um allt land sem heft kl.12.00 á hádegi og stendur til miðnættis þann sama dag náist ekki að semja fyrir þann tíma. 

Gera má ráð fyrir að mikið muni mæða á skrifstofum félagsins þá daga sem boðaðar aðgerðir standa og má gerða ráð fyrir að eingöngu verði hægt að sinna allra brýnustu verkefnum. Þannig að verkfallsaðgerðirnar munu einnig hafa áhrif á starfsemi félagsins. 

Fyrir hönd samninganefndar Verk Vest vil ég nota tækifærið og þakka félagsmönnum fyrir mjög góða kosningu og skila baráttukeðjum til allra félagsmanna með von um "grjótharða" samstöðu í komandi verkfallsaðgerðum.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verk Vest

Deila