þriðjudagurinn 7. maí 2013

Fjölmenn hátíðahöld 1. maí

Kaffihlaðborðið í Guðmundarbúð var girnilegt...
Kaffihlaðborðið í Guðmundarbúð var girnilegt...
1 af 8
Fjölmenni tók þátt í kröfugöngu og hátíðahöldum stéttarfélaganna á Ísafirði á baráttudegi verkalýðsins 1. maí. Aðalræðumaður dagsins var Sigurður Bessason formaður Eflingar. Sigurður kom víða við í ágætri ræðu sinni og minnti í upphafi á að Vestfirðingar hafa ein gjöfulustu fiskimið veraldar við túnfótinn. Elsa Arnardóttir forstöðumaður Fjölmenningarseturs flutti pistil um innflytjendur og fjölmenningarsamfélagið.
Tónlistarflutningur var í höndum Lúðrasveitar tónlistarskólans undir stjórn Madis Maekalle, Selvadore Rähni og Tuuli Rähni og nemenda Menntaskólans á Ísafirði, sem fluttu atriði úr leikritinu Þrek og tár.
Kaffiveitingar voru í Guðmundarbúð að ræðuhöldum og tónlistarflutningi loknum og var þar afar fjölmennt, en kvenfélagskonur sáu um kaffi og meðlæti af alkunnum myndarskap.
Kvikmyndasýningar fyrir yngstu kynslóðina voru vel sóttar.
Ræða Sigurðar er hér.

Á Suðureyri var þátttaka í kröfugöngu og hátíðahöldum engu síðri en á Ísafirði, miðað við höfðatölu. Að lokinni kröfugöngu var boðsund barna í Sundlaug Suðureyrar og síðan kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga, þar sem hlýtt var á söng og hljóðfæraslátt. Ræðumaður dagsins var Lilja Rafney Magnúsdóttir og mæltist henni vel að vanda.
Ræðu Lilju má lesa hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.