föstudagurinn 24. júní 2011

Gott samstarf við vinnuskólana

það er í mörg horn að líta hjá vinnuskólanum
það er í mörg horn að líta hjá vinnuskólanum
Undanfarin ár hefur komist á gott samstarf milli Verk Vest og fulltrúa Ísafjarðarbæjar um kynningu á réttindum og skyldum á vinnumarkaði fyrir ungmenni í vinnuskóla hjá sveitafélaginu. Félagið hefur tekið á móti nokkrum hópum ungmenna vinnskólans og voru fyrstu hóparnir á kynningum hjá félaginu í gær. Þá ákvað Súðavíkurhreppur einng að bæta þessum þætti inn í fræslustarf vegna vinnuskólans þar og var haldinn kynningafundur hjá ungmennum í vinnuskóla Súðavíkur í dag.  Meðvitund og fræðsla um réttindi og skyldur á vinnumarkaði er eitthvað sem alltaf er nauðsynlegt að fara yfir og minna á, sérstaklega hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Verk Vest beinir þeim tilmælum til annarra sveitarfélaga á Vestfjörðum að taka sér vinnuskóla í Ísafjarðarbæ og Súðavíkurhreppi til fyrirmyndar og bjóða upp á slíka fræðslu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.