Translate to

Fréttir

Kjarasamningur fyrir starfsfólk sveitafélaga undirritaður

Fulltrúar SGS og Samninganefndar sveitafélaga undirrita nýjan kjarasamning Fulltrúar SGS og Samninganefndar sveitafélaga undirrita nýjan kjarasamning

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) skrifaði undir nýjan kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga á áttunda tímanum í kvöld, föstudaginn 20. nóvember. SGS undirritaði kjarasamninginn í umboði eftirtalinna félaga: AFL – starfsgreinafélag, Aldan stéttarfélag, Báran stéttarfélag, Drífandi stéttarfélag, Eining-Iðja, Stéttarfélagið Samstaða, Stéttarfélag Vesturlands, Verkalýðsfélag Grindavíkur, Verkalýðs- og sjómannafélag Bolungarvíkur, Verkalýðsfélag Þórshafnar, Verkalýðsfélag Snæfellinga, Verkalýðsfélag Suðurlands, Verkalýðsfélag Vestfirðinga, Verkalýðs- og sjómannafélag Sandgerðis og Framsýn stéttarfélag.

Samningurinn gildir afturvirkt frá 1. maí 2015 til 31. mars 2019. Samningurinn felur í sér eftirfarandi launabreytingar:

  • Við upphaf samnings eða 1. maí 2015 hækka launataxtar um 25.000 kr. en þó að lágmarki um 7,7%.
  • Þann 1. júní 2016 hækka launataxtar um 15.000 kr. en þó að lágmarki um 5,5%.
  • Þann 1. júní 2017 kemur inn ný launatafla þar sem bil á milli launaflokka verður leiðrétt í 1,1% á milli flokka, til samræmis við þá niðurstöðu sem samið var um 1. maí 2014.
  • Þann 1. júní 2018 hækka launataxtar um 2%.
  • Sérstök eingreiðsla kemur 1. febrúar 2019 að upphæð kr. 42.500, miðað við þá sem eru í fullu starfi í desember 2018 og enn í starfi í janúar 2019. Greitt er hlutfallslega fyrir þá sem eru í hlutastarfi.
  • Tekjutryggingin hækkar um 86.000 kr. á samningstímanum og verður komin í 300.000 kr. l. maí 2018.

Þá hækkar desemberuppbót um rétt innan við 21% á samningstímanum og fer í 113.000 kr. í lok samnings og orlofsuppbætur um 23% verða 48.000 kr. í lok samningstímans. Stefnt er að því að atkvæðagreiðsla hefjist kl. 08:00 þann 1. desember og að henni ljúki á miðnætti 8. desember. Frekari upplýsingar og kynningarefni verður sent út á næstunni

Hægt er sjá samninginn í heild sinni á heimasíðu SGS

Deila