föstudagurinn 20. mars 2015

Kjörgögn leggja af stað í dag !

Ágæti félagsmaður. Í dag verða sent út kjörgögn vegna kosninga um heimild til verkfallsboðunar. Ég bið þig að skoða gögnin vel og ef einhverjar spurningar vakna hafa samband við skrifstofur félagsins á Ísafirði eða Patreksfiði. Starfsfólk okkar mun verða þér innan handar með upplýsingar og leiðbeiningar.

Að þessu sinni fer kosningin fram á netinu og veitir lykiorðið sem fylgir með kjörgögnum þér aðgang að kosningunni. Ef einhver telur sig eiga vera á kjörskrá en hefur ekki fengið send gögn er viðkomandi beðinn að hafa samband við Verk Vest þar sem upplýsingar fást um hvort viðkomandi eigi að vera á kjörskrá eða ekki. 

Áríðandi er að þú takir þátt því launafólk í landinu þarf á þínum kröftum að halda. Við verðum ÖLL að taka þátt í baráttunni fyrir bættum kjörum. Sættum okkur ekki við þá misskiptingu sem hefur viðgengist. Það var verkafólk sem lagði grunninn að þeim árangri sem hefur náðst. Það er verkafólk sem á að njóta árangursins. Við treystum á þig kæri félagi, notaðu þitt atkvæði, það skiptir öllu máli.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verk Vest

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.