Translate to

Fréttir

Ný heimasíða Verk Vest hefur verið tekin í notkun

Merki félagsins Merki félagsins
Nýja síðan er hefur verið í vinnslu undanfarna mánuði og hefur vinna við gerð kjarasamninga tafið opnun hennar.  Það er vona okkar að þessi nýja síða verði til að auðvelda félagsmönnum, sem og öðrum sem vilja fylgjast með starfsemi félagsins, að nálgast upplýsingar um réttindi og kjaramál. Á nýju síðunni verður reynt að skilja betur á milli frétta, tilkynninga, pistla, ályktana og annars sem áður var birt í fréttadálki. Það gæti orðið vart við einhverja hnökra svona í byrjun á meðan verið er að ljúka við að flytja efni af gömlu síðunni yfir á þá nýju. Vefhönnun og útlit síðunnar er unnið af Snerpu á Ísafirði og er síðan einnig vistuð þar. Vefumsjónarkerfið Snerpill, sem síðan styðst við,  gerir alla vinnu við síðuna auðvelda og þarf notandi t.d. ekki að skrá sig inn á sér kerfishluta. Snerpumönnum eru færðar þakkir fyrir gott og lipurt samstarf, enda sannir Vestfirðingar á þeim bænum.
Deila