fimmtudagurinn 18. apríl 2013

Ný verðkönnun ASÍ

Bónus var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í níu dagvöruverslunum víðsvegar um landið mánudaginn 15. apríl. Kannað var verð á 59 algengum matvörum. Hæsta verðið var oftast að finna hjá Hagkaupum en lægsta verðið var oftast að hjá Bónus. Í um helmingi tilvika var verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru undir 25% en dæmi eru um mun meiri verðmun á einstöku vörutegundum, t.d. er 50% verðmunur á 2 l. af Coke Cola, 50% verðmunur á kartöflumjöli og 135% verðmunur á frostnum jarðaberjum. 

Minnstur verðmunur í könnuninni var á ¼ l. rjóma frá MS, sem var ódýrastur á 219 kr. hjá Fjarðarkaupum en dýrastur á 228 kr. hjá Iceland, Nóatúni og Samkaupum Úrval, verðmunurinn er 9 kr. eða 4%. Mestur verðmunur í könnuninni var á perum sem voru ódýrastar á 225 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en dýrastar á 589 kr./kg. hjá Víði, verðmunurinn er 364 kr. eða 162%.

Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Holtagörðum, Krónunni Lindum, Nettó Akureyri, Iceland Engihjalla, Víði Hringbraut, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Hagkaupum Holtagörðum, Nóatúni Hringbraut og Samkaupum - Úrval Ísafirði. Kostur Dalvegi neitar þátttöku í könnuninni.  Nánari upplýsingar um könnunina veitir Ólafur Darri Andrason yfirmaður Hagdeildar ASÍ.

 

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.