Þann 1. mars sl. voru gefnar út nýjar kaupgjaldsskrár fyrir starfsmenn hjá sveitafélögum og ríkisstofnunum. Þessar kaupgjaldsskrár byggja á kjarasamningum sem SGS gerir við Fjármálaráðherra annars vegar og Samband íslenskra sveitarfélaga hinsvegar. Kauptaxtar hækka um 11.000 og gilda frá 1. mars 2012 til 28. febrúar 2013. Almenn laun og aðrir launaliðir hækka um 3,5%.
Nánar má sjá nýja kauptaxta starfsmanna sveitafélaga hér.
Nánar má sjá nýja kauptaxta starfsmanna ríkisstofnana hér.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.