fimmtudagurinn 25. ágúst 2011

Röskun á þjónustu vegna framkvæmda

Þeir sem þurfa að eiga erindi við skrifstofu verkalýðsfélaganna í Pólgötu á Ísafirði hafa orðið varir við umtalsverr rask við inngang hússins. Allt hefur þetta nú gengið upp með góðra manna aðstoð og þolinmæði þeirra sem hafa átt erindi á skrifstofuna. Á morgun föstudag verður hinsvegar annað upp á teningnum þar sem frá kl.08.15 - 12.15 verður steypuvinna og aðgengi um inngang verður teppt af þeim sökum. Þó verður hægt verður að ná sambandi við starfsfólk í síma eða um internetið.  Það er von starfsfólks að þessi óþægindi komi ekki að sök og biðjumst velvirðingar á þessu raski.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.