Translate to

Fréttir

Skiptakjör á rækjuveiðum

Mynd. Eyjan.is Mynd. Eyjan.is
Þar sem veiðar á inndjúpsrækju eru nú hafnar að nýju eftir alllangt hlé er rétt að benda sjómönnum og útgerðaraðilum á að eldri samningar um skiptakjör sjómanna er enn í fullu gildi. En í samningnum um inndjúpsrækjuveiði segir að þegar bátar stunda rækjuveiðar skuli skipverjar hafa í sinn hlut aflaverðmæti, sem hér segir:
a. Hásetar 17,5%
b. Vélstjórar og netamenn 26,75%
(Netamenn eru hásetar sem vinna með skipstjóra að viðhaldi veiðarfæra og búnaðar skips á meðan vertíð stendur).
Þá er einnig tiltekið að greiðsla fyrir einstaka sjóferðir á rækjuveiðum við Ísafjarðardjúp skuli vera vera 19% af aflaverðmæti. Olía á rækjuveiðum við Ísafjarðardjúp skal dregin frá óskiptu. 
Deila