Translate to

Fréttir

Stjórnvöld hafa ekki staðið við fjárfestingaráform í tengslum við gerð síðustu kjarasamninga

Verk Vest er aðildarfélag Sambands Iðnfélaga Verk Vest er aðildarfélag Sambands Iðnfélaga
"Miðstjórn Samiðnar lýsir yfir miklum vonbrigðum með að áform stjórnvalda um fjárfestingar hafi ekki gengið eftir og telur það brot á samkomulagi aðila vinnumarkaðarins og ríkisstjórnarinnar sem gert var í tengslum við síðustu kjarasamninga.
Miðstjórnin skorar á ríkisstjórnina og Alþingi að ljúka nú þegar ákvörðunartöku og undirbúningi fyrir byggingu nýs Landspítala og nýs fangelsis svo hægt verði að hefja framkvæmdir strax á nýju ári. Nú þegar verði bygging Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur boðin út. Hafnar verði framkvæmdir í vegagerð m.a. á suðvesturlandi og lokið verði við fjármögnun Vaðlaheiðarganga. Miðstjórn ítrekar jafnframt áskorun sína til Alþingis að afgreiða rammaáætlun fyrir áramót og tryggja að ekki verði um flokkpólitísk inngrip í hana.

Þá skorar miðstjórn Samiðnar á velferðaráðherra að ljúka nú þegar endurskoðun á lögum um húsnæðisstuðning og skapa þar með ungu fólki möguleika á öruggu húsnæði.


Ljúki Alþingi og ríkisstjórn ekki afgreiðslu þessara mála fyrir áramót er ljóst að framkvæmdir dragast fram á árið 2014. Slíkur seinagangur væri ábyrgðarleysi sem mun leiða til verri lífskjara launafólks og hægja á þeim efnahagsbata sem gert var ráð fyrir þegar núverandi kjarasamningar voru samþykktir."


Ályktunin var samþykkt á miðstjórnarfundar Samiðnar dagana 24. og 25. september á Akureyri

Deila