Translate to

Fréttir

Tungumálatöfrar - Íslenskunámskeið fyrir 5-9 ára börn

Tungumálatöfrar er íslenskunámskeið fyrir 5 – 9 ára börn sem fram fer í Edinborgarhúsinu á Ísafirði. Töfraútivist Tungumálatöfra er hressandi útivistarnámskeið fyrir 10-14 ára sem fram fer á Flateyri og nágrenni.  Báðum námskeiðum lýkur með Töfragöngu á Ísafirði laugardaginn 13. ágúst. Kennt er frá kl.10-14 á daginn, mánudag til föstudags. ATH. Börn koma með hollt nesti með sér, það verður boðið upp á ávexti og kex. (Engar hnetur)

Þátttökugjald er 27.500 krónur per barn / 50.000 krónur fyrir 2 systkini / 75.000 krónur fyrir 3 systkini (afslátturinn gildir fyrir bæði námskeið).

50% afsláttur á námskeiðsgjöldum er fyrir félaga Verk Vest / Fosvest / Sjómanna- og verkalýðsfélags Bolungarvíkur sem vilja senda börnin sín á Tungumálatöfra. Vinsamlegast skrifið í athugasemdir ef þið tilheyrið þeim og viljið nýta afsláttinn.

Námskeiðsgjald þarf að borga fyrir 20. júlí inn á eftirfarandi reikning:

Tungumálatöfrar, félagasamtök

Kt: 550120-2670  -  Bnr: 0156-26-200092

Vinsamlegast skráið í lýsingu við greiðsluna fyrir hvern er verið að greiða og hversu marga t.d. Anna Jonsdottir x3 börn. Sendið svo tölvupóst á tungumalatofrar@gmail.com með bankakvittun til staðfestingar.

Deila