mánudagurinn 29. október 2012

Vel heppnað námskeið um félagsleg réttindi

Verkefnavinna í góðum gír
Verkefnavinna í góðum gír
1 af 3
Verk Vest stóð fyrir mjög vel heppnuðu námskeiði um félagsleg réttindi á vinnumarkaði dagana 26 - 27. október.  Á námskeiðinu sem var haldið í Reykjanesi við Ísafjarðardjúp, var áhersla lögð á slit ráðningarsambands í sem víðustum skilningi. Var farið í þær grundvallar reglur sem gilda við uppsagnir, hverjir njóta verndar við uppsögn ásamt því hvernig stéttarfélög taka á ólögmætum uppsögnum. Námskeiðið var opið fyrir félagsmenn Verk Vest og var ágæt þátttaka nánast úr öllum starfsgreinum sem tengjast inn í félagið. Góður rómur var gerður að námsefni, uppbyggingu námskeiðsins og þeim verkefnum sem lögð voru fyrir þátttakendur. Trúnaðarmaður sem sótti námskeiðið sagðist hafa lært meira um félagsleg réttindi á þessu eina námskeiði en á þeim trúnaðarmannanámskeiðum sem Félagsmálaskólinn alþýðu hefur verið að bjóða upp á. Kennari á námskeiðinu var Fjóla Pétursdóttir hdl, sem var fyrrum lögfræðingur Starfsgreinasambands Íslands. Ljóst er af viðtökum þeirra sem tóku þátt í námskeiðinu að framhald mun verða á sambærilegu námskeiðahaldi hjá félaginu.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.