Vörukarfa ASÍ hefur hækkað hjá átta verslunum og verslunarkeðjum frá því í nóvember 2013 (viku 44) þar til nú í byrjun febrúar (vika 6).  Verð á vörukörfu ASÍ hækkaði mest um 3,2% hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar, hún hækkaði um 2,1% hjá Hagkaupum, 1,7% hjá Víði, 1,4% hjá Nettó, en hjá Krónunni, Samkaupum–Úrvali, Kaupfélagi Skagfirðinga og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga hækkaði karfan um innan við 1%. Vörukarfan lækkaði í verði hjá sjö verslunum. Mest lækkaði hún um 2% hjá Bónus, 1,4% hjá Kaskó, 1% hjá Iceland en hjá Nóatúni, 10-11, Samkaupum–Strax og Kjarval lækkaði karfan um minna en 1%.

Vöruflokkurinn grænmeti og ávextir hækkaði hjá 10 verslunum af 15, en mesta hækkunin er hjá Kaupfélagi Steingrímsfjarðar (13,6%) og Hagkaupum (5,1%), mesta lækkunin er hjá Samkaupum–Strax (5,6%) og hjá Krónunni (5,4%). Hreinlætis- og snyrtivörur hafa lækkað í verði hjá 10 verslunum af 15, en mesta lækkunin er hjá Kjarval (6,1%), Kaskó (5,6%), Nettó (5,3%) og Kaupfélagi Skagfirðinga  (4,5%), en Krónan, Nóatún, Samkaup–Úrval, Samkaup–Strax, Víðir og Kaupfélag Steingrímsfjarðar lækka minna, en verðið hækkar hjá Hagkaupum (2,9%), Bónus (2%), Iceland (1,1%) og Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga (0,7%) en hjá 10-11 er þessi vöruflokkur á sama verði milli mælinga. 

Þess ber að geta að hér eru einungis birtar upplýsingar um verðbreytingar  milli verðmælinga. Ekki er því um beinan verðsamanburð að ræða  þ.e.a.s. hvar ódýrustu vörukörfuna var að finna. Einnig er rétt að athuga að skoðuð eru þau verð sem eru í gildi í verslununum á hverjum tíma og geta tilboð á einstaka vöruliðum því haft áhrif á niðurstöðurnar.

Nánar má lesa um könnunina á heimasíða ASÍ.

Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.