Verk Vest, Ísafjarðarbíó og Skjaldborg bjóða upp á beina útsendingu frá landsleik Íslands og Króatíu þriðjudaginn 26. júní klukkan 18:00.

Bíóhúsin opna klukkutíma fyrir leik, mætum snemma og tryggjum okkur sæti.

TAKMARKAÐ SÆTAFRAMBOÐ !

Gegn framvísunar félagsskírteinis býður Verk Vest félagsmönnum upp á popp og kók.


föstudagurinn 22. júní 2018

Ráðgjafi á sviði starfsendurhæfingar

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður í samvinnu við Verkalýðsfélag Vestfirðinga leitar að ráðgjafa í 50% starf með starfsstöð á Ísafirði. Um er að ræða mjög krefjandi og fjölbreytt starf og einstakt tækifæri til þátttöku í þróun og þjónustu á sviði starfsendurhæfingar á vinnumarkaði.

Ráðgjafar VIRK starfa hjá stéttarfélögum samkvæmt samningi við VIRK. Að VIRK standa öll helstu samtök launamanna og atvinnurekanda á vinnumarkaði. Hlutverk VIRK er að efla starfsgetu einstaklinga í kjölfar veikinda eða slysa með árangursríkri starfsendurhæfingarþjónustu.

VIRK hefur í samstarfi við fagaðila, fyrirtæki og stofnanir skilað samfélagslegum ávinningi með aukinni þátttöku einstaklinga á vinnumarkaði og er leiðandi í rannsóknum og þróun á sviði starfsendurhæfingar.

 

Nánari upplýsingar um félagið finna á verkvest.is eða finnbogi@verkvest.is  og um VIRK á virk.is.

Umsóknarfrestur er til og með 1. júlí 2018

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir að senda ítarlega ferilskrá á netfangið audur@virk.is .

Nánari upplýsingar veita Auður Þórhallsdóttir hjá VIRK og Finnbogi Sveinbjörnsson hjá VERK VEST


Ákveðið hefur verið að bjóða Þjóðhátíðartilboð á gistingu í völdum sumarhúsum.

Þjóðhátíðarverð er á helgardvöl frá föstudeginum 15. - 18. júní í hús nr. 9 í Svignaskarði, hús nr. 9 í Flókalundi og hús félagsins á Illugastöðum. Helgarverð er kr. 16.500. Þjóðhátíðartilboð á vikudvöl í sömu húsum dagana 15. - 22. júní. kr. 19.900.  

Hvernig væri að skella sér í sólina á Spáni !!!

Þjóðhátíðarverð á gistingu í 10 daga frá 15. júní - 25. júní í húsið okkar við Alicante. Verð aðeins kr. 59.900.

Nú gildir reglan fyrstur kemur fyrstur fær !


1 af 2

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir fullkominni ábyrgð á stjórnvöld sem hafa markvisst unnið að auknum ójöfnuði á Íslandi undanfarna áratugi. Allar ríkisstjórnir frá 1990 hafa með markvissum hætti gert þá ríkari enn ríkari og fátæka algjörlega bláfátæka.

Kjaraskerðningar á íslenskt launafólk gegnum skatta og velferðarkerfið eiga sér engin fordæmi í samanburði við hin norðurlöndin. Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga lýsir stjórnvöld ábyrg fyrir þeirri stöðu."


Meira

miðvikudagurinn 6. júní 2018

Kjaramálakönnun Verk Vest

Ágæti félagsmaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

RHA, Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri mun á næstu dögum leggja fyrir þig netkönnun um komandi kjarasamningagerð. Það tekur innan við 5 mínútur að svara spurningalistanum. Við hvetjum þig til að svara könnuninni.

Ef þú hefur takmarkaðan aðgang að tölvu er þér velkomið að fá aðstoð á opnunartíma skrifstofum Verk Vest.

Dear Union Member of Verkalýðsfélag Vestfirðinga

The University of Akureyri Research Centre, RHA, will in the next few days send you an internet survey: The Verk Vest Collective Bargaining Survey 2018. Answering the survey will take less than 5 minutes.

If you have limited computer access you are welcome to come to the VerkVest-union offices on opening hours to answer the survey

Drogi Członku Związków Verkalýðsfélags Vestfirðinga!

Centrum Badań Społecznych Uniwersytetu w Akureyri (RHA) w najbliższych dniach prześle Panu/Pani ankietę internetową dotyczącą zmian w umowie zbiorowej. Wypełnienie ankiety zajmuje około 5 minut. Zachęcamy Pana/Panią do odpowiedzi na pytania.

Jeśli masz ograniczony dostęp do komputera, skontaktuj się z biurem Verk Vest w godzinach otwarcia.

 


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.