föstudagurinn 22. maí 2020

Frír aðgangur að námskeiðum

Allt sem hugurinn girnist, bæði starfsmiðuð námskeið og almenn námskeið, árs áskrift eða stök námskeið. Endilega skoðaðu framboðið og sjáðu hvort eitthvað hittir í mark hjá þér!

Sjóðirnir hafa gert samninga við eftirtalda aðila:

https://www.mognum.is/ (Mögnum)

https://taekninam.is/ (Tækninám)

https://frami.is/  (Frami)

http://www.ntv.is/  (Nýi tölvu-og viðskiptaskólinn)

https://netkennsla.is/ (Netkennsla)

https://gerumbetur.is/ (Gerum betur)

https://island.dale.is/ (Dale Carnegie)

https://fraedslumidstodvar.is/ (Sjá hér allar símenntunarmiðstöðvar)

Vegna aðstæðna í íslensku samfélagi vegna covid-19 ákváðu stjórnir Landsmenntar, Ríkismenntar, Sveitamenntar og Sjómenntar að bjóða einstaklingum og fyrirtækjum uppá þann valkost að sækja námskeið á netinu þeim að kostnaðarlausu í ákveðinn tíma.

Átakið gildir frá 15.mars til og með 31.ágúst 2020 og gildir gagnvart námi/námskeiðum sem haldin eru innan þessa sama tímaramma eða áskrift keypt innan þess tímaramma.

Hægt er að sjá lista yfir fleiri fræðsluaðila og ráðgjafa í námi fullorðinna á heimasíðu sjóðanna: http://landsmennt.is/frambod-a-nami/


föstudagurinn 15. maí 2020

Rétta leiðin - frá kreppu til lífsgæða

Á tímum kreppu og allsherjar samdráttar, ekki bara á Íslandi heldur í heiminum öllum, þarf að vinna eftir skýrri framtíðarsýn. Alþýðusamband Íslands hvetur stjórnvöld og þjóðina alla til samstöðu um aðgerðir til að marka veginn frá kreppu til lífsgæða fyrir okkur öll. Stokkum spilin. Höfnum sérhagsmunum, eflum grunnstoðirnar og setjum fólk í öndvegi.

Alþýðusamband Íslands leggur hér fram framtíðarsýn um uppbyggingu Íslands undir yfirskriftinni Rétta leiðin – frá kreppu til lífsgæða og öryggis fyrir okkur öll. Tillögurnar eru í takti við stefnu alþjóðlegu verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti (e. Just Transition) og sækja í alþjóðlega umræðu um grænan samfélagssáttmála (e. Green New Deal). Unnið er eftir viðmiðum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um að atvinnusköpun skuli vera í fyrirrúmi við aðgerðir gegn kreppunni.

Lagðar eru fram metnaðarfullar tillögur um að skapa atvinnu á nokkrum tilteknum sviðum sem eru til þess fallin að byggja fjölbreytt og sjálfbært atvinnulíf þar sem allir sem vilja geta fengið störf við hæfi. Sett er fram skýr framtíðarsýn um framfærslutryggingu, traust húsnæði, öfluga innviði og gjaldfrjálsa grunnþjónustu en með þeim hætti býr Ísland sig undir fyrirsjáanlegar breytingar á atvinnu- og lifnaðarháttum og tryggir að þær verði ekki til að auka á ójöfnuð og fátækt. Til þess þarf vinnumarkaðurinn jafnframt að byggja á traustum ráðningarsamböndum, skipulagðri verkalýðshreyfingu og kjarasamningum, auk þess að styðja gott samspil vinnu, fjölskyldulífs og frístunda.

Nánari útfærslu má lesa hér.


miðvikudagurinn 13. maí 2020

Centerhotels með tilboð á gistingu og veitingum

Félagsmönnum Verk Vest bjóðast nú eftirfarandi afsláttarkjör hjá Centerhótelum.

 

Sumartilboð:

- Gisting í eina nótt í standard herbergi með morgunverði á kr. 19.900 kr. Gildir fyrir tvo í einu herbergi.  

Gildir núna og til 15. september 2020

 

Vetrartilboð: 

- Gisting í eina nótt í standard herbergi með morgunverði á kr. 14.900 kr. Gildir fyrir tvo í einu herbergi. 

Gildir frá 16.september til 14.maí 2021

 

Hægt er að finna tilboðið hér og nota afsláttarkóðann: FELAGSMENN

 

Afsláttur á veitingum:

20% afsláttur fyrir félgasmenn af á la carte seðli á Jörgensen. 

Gildir ekki af drykkjum eða öðrum tilboðum.

 

Frekari upplýsingar á bokanir@centerhotels.is  eða í síma 595 8582.


miðvikudagurinn 13. maí 2020

Aðalfundur Verk Vest

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 26. maí kl.18:00 í Alþýðuhúsinu ( Ísafjarðarbíó - efsta hæð ). 

Dagskrá:

  • Hefðbundin aðalfundarstörf samkvæmt 24 gr. laga félagsins.

Við ætlum að sjálfsögðu að virða 2ja metra regluna og huga að smitvörnum en hvetjum félagsmenn til að mæta og kynna sér starfsemi félagsins.

Einnig bjóðum við félagsmönnum upp á að fylgjast með fundinum í beinu streymi. Þeir sem vilja nýta sér þann möguleika eru beðnir að skrá sig á postur@verkvest.is

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga 


mánudagurinn 11. maí 2020

Otwarcie Biur Zwiazkow Zawodowych

Regorystyczne zakazy zgromacen masowych  zostaly wycofane na Fjordach Zachodnich i z dniem wtorku  12 maja 2020 zostana otwarte nasze biura.

Pracownicy zwiazkow,chca zwrocic uwage Naszym czlonkom zwiazkow i innym klientom, ze nadal przestrzegany jest regulamin odleglosci. Dlatego tez zachecamy wszystkich na komunikacje komputerowa lub telefoniczna jesli jest taka mozliwosc.

Osoby, ktore z powodow szczegolnych , musza odwiedzic nas osobiscie proszeni sa o poprzednie zamowienie  godziny spotkania. W ten sposob,wspolnie starajmy sie okazywac odpowiedzialnosc spoloczna i ograniczac sciezki zakazen.

Serdecznie pozdrawiamy

Pracownicy Verk Vest w Ísafjordzie, Hólmaviku i Patreksfjörður.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.