þriðjudagurinn 5. júní 2018

Laust í Flókalundi - Tilboð!

Verk Vest býður félagsmönnum upp á tilboðsverð kr. 16.500 fyrir helgardvöl í Flókalundi 8 - 11. júní.

Fyrstur kemur fyrstur fær.

Eingöngu bókanlegt á skrifstofum félagsins í síma 4565190. 


Sérstakt tilboðsverð á gistingu til félagsmanna um sjómannadagshelgina frá föstudegi til mánudags aðeins kr. 16.500 fyrir 3 nætur. 

Eingöngu bókanlegt á skrifstofum félagsins í síma 4565190. 


fimmtudagurinn 24. maí 2018

Aðalfundur Verk Vest þriðjudaginn 5. júní

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður haldinn þriðjudaginn 5. júní 2018 kl.18.00 á Hótel Ísafirði.

Boðið verður upp á léttan málsverð í upphafi fundar.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt 24.gr laga félagsins 

Önnur mál

Allir félagsmenn eiga jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt á aðalfundi og eru hvattir til að mæta og nýta sér þann rétt.

Ársreikningar félagsins liggja frammi á skrifstofum félagsins á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík frá 28. maí.

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga


þriðjudagurinn 8. maí 2018

Komdu með til Glasgow !

Haustferð Verk Vest til Glasgow 8. – 11. nóvember

Flogið frá Keflavík til Glasgow fimmtudaginn 8. nóvember og gist í þrjár nætur á Mercure Glasgow City Hotel. Flogið heim á sunnudag, 11. nóvember.

Verð krónur 69.000 á mann í tveggja manna herbergi. Innifalið í verði, flug, ferðir til og frá flugvelli, gisting í þrjár nætur með morgunverði og einn kvöldverður. Verð fyrir eins manns herbergi krónur 85.000.  Boðið upp á skoðunarferð í Edinborgarkastala á laugardag (ekki innifalið í verði – fjálst val).

Bókað er í ferðina á skrifstofu Verkalýðsfélags Vestfirðinga á Hólmavík, Patreksfirði og Ísafirði í síma 456-5190. Greiða þarf staðfestingargjald 15.000 kr. á mann við bókun. Skráningarfrestur til 1. september.

Athugið! Takmarkað sætaframboð: Fyrstir koma, fyrstir fá!


Sumarferð Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður í þetta sinn á Snæfellsnes og í Borgarfjörð, dagana 9. – 10. júní, ef næg þátttaka fæst.

Lagt verður af stað frá Landsbankaplaninu á Ísafirði laugardaginn 9. júní og ekið sem leið liggur vestur yfir heiðar að Brjánslæk á Barðaströnd. Hádegisverður snæddur að gömlum sið úti í nátturunni. Siglt með ferjunni Baldri yfir í Stykkishólm og haldið áfram fyrir Snæfellsnes og suður að Eldborg á Mýrum. Þar verður snæddur kvöldverður og gist um nóttina. Á sunnudag verður lagt af stað að loknum morgunmat og ekið um Borgarfjörð og áhugaverðir staðir skoðaðir. Komið til baka til Ísafjarðar á sunnudagskvöld.

Verð fyrir rútuferð, nesti, ferju, kvöldverð, gistingu og morgunmat kr. 29.500.-

Félagsmenn á Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal slást í för á Brjánslæk, en félagar á Ströndum og Reykhólasveit geta sameinast hópnum á Brjánslæk eða í Stykkishólmi. Nánari upplýsingar og bókanir á skrifstofu Verk Vest á Ísafirði og Patreksfirði í síma 456-5190.

Síðasti bókunardagur í sumarferðina er 18. maí!


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.