Verk Vest auglýsir opinn félagsfund trúnaðarráðs Verk Vest fimmtudaginn 15. febrúar kl.18.00 á 4 hæð í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði.

Endurskoðun kjarasamninga er eitt heitasta umræðuefnið innan veraklýðshreifingarinnar og framundan ákvörðun um hvort segja skuli upp kjarasamningum.

Gestir fundarins vera þau Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambands Íslands og Drífa Snædal, framkvæmdastýra Starfsgreinasambands Íslands. En þau ætla fara yfir stöðuna í kjaramálum og það sem er framundan hjá Starfsgreinasambandinu.  

Á fundinum verður einnig kynning á verkefninu "Ungir leiðtogar" sem er námskeið fyrir ungt fólk í verkalýðshreyfingunni.

Félagið gerir ráð fyrir að halda félagsfundi á Hólmavík, Patreksfirði og Reykhólum dagana 21 - 22. febrúar. Nánari tíma- og staðsetningar verða auglýstar síðar. 


fimmtudagurinn 1. febrúar 2018

Skipulags- og starfsmannabreytingar hjá Verk Vest

Félagsmenn okkar og aðrir viðskiptavinir verða varir við ýmsar breytingar hjá Verk Vest nú um mánaðarmót. Fyrst er að nefna að ráðinn hefur verið til Verk Vest varaformaður félagsins, Bergvin Eyþórsson, og mun hann gegna starfi skrifstofustjóra ásamt því að sinna vinnustaðaeftirliti og vinnu við kjara- og réttindamál. Bergvin er fjölskyldumaður búsettur í Hnífsdal, og hefur frá árinu 2008 jafnfætis stundað sjómennsku og nám við Háskólann á Akureyri, en þar lagði hann fyrst stund á kennarafræði og síðar viðskiptafræði. Síðari ár gengdi hann þar að auki hlutverki trúnaðarmanns skipverja á skuttogaranum Stefni ÍS-28 ásamt því að vera í samninganefnd félagsins vegna kjarasamninga sjómanna. Fyrir tíma náms og sjómennsku var Bergvin verslunar- og rekstrarstjóri Hyrnunnar í Borgarnesi, og þar á undan var hann verslunarstjóri í verslun Bónuss á Ísafirði til sex ára. Verk Vest býður Bergvin velkominn til starfa fyrir félagið.

Þá hefur verkefnastjóri vinnustaðaeftirlits, María Lóa Friðjónsdóttir, látið af störfum en María mun hefja störf hjá ASÍ þann 1. febrúar. Verkefnastjórn vinnustaðaeftirlits færist í framhaldinu til skrifstofu félagsins á Hólmavík og verður í umsjón Ingibjargar Benediktsdóttur starfsmanns félagsins á Hólmavík. Starfsmaður félagsins til næstum 12 ára og fyrrverandi gjaldkeri Eygló Jónsdóttir lét einnig af störfum nú um mánaðarmót. Stjórn og starfsfólk Verk Vest færir þeim Eygló og Maríu Lóu þakkir fyrir samstarfið og óskar þeim góðs gengis í framtíðinni.


þriðjudagurinn 30. janúar 2018

Opnað fyrir páskaumsóknir 1. febrúar

Ásholt 2
Ásholt 2

Opnað verður fyrir umsóknir um orlofshús Verkalýðsfélags Vestfirðinga fyrir páskavikuna 2018  fimmtudaginn 1. febrúar kl. 8:00.  Orlofshúsin sem eru í úthlutun eru: Bjarnaborg, íbúðir í Reykjavík og íbúð á Akureyri, Svignaskarð og Ölfusborgir. Ekki er hægt að sækja um ákveðin hús/íbúð að undanskilinni stóru íbúðinni í Reykjavík.

Félagsmenn geta farið inn á orlofsvef félagsins og sótt um með því að velja: Páskar.  Hægt verður að sækja um einn kost og annan til vara.  Páskavikan sem er í boði er yfir tímabilið: 27. mars – 3. apríl.

Vikan kostar 30.000.kr. (Íbúð 605 vikuleiga 33.000.kr.) og 18 punkta. Þeir ganga fyrir í úthlutun sem eiga flesta punkta.

Umsóknir þurfa að berast í síðasta lagi 12. febrúar 2018.

Úthlutun fer fram 13. febrúar og munu allir þeir sem sóttu um fá senda niðurstöðu úthlutunarinnar í tölvupósti. Gott er að félagsmenn yfirfari upplýsingar um netfang og símanúmer á orlofsvefnum til að tryggja að allt sé rétt skráð. Það er hægt að gera með því að velja: „Síðan mín“ á rauða borðanum og svo „Mínar upplýsingar“ vinstra megin á síðunni.

Starfsfólk Verk Vest mun aðstoða félagsmenn eftir þörfum við umsóknir á vefnum í síma 456 5190


föstudagurinn 19. janúar 2018

Vasadagbók Verk Vest fyrir 2018 loksins komin!

Vasadagbók Verk Vest fyrir árið 2018 er loksins lent og er hægt að nálgast bókina á skrifstofum félagsins á Ísafirði, Patreksfirði og Hólmavík. Þeir félagsmenn sem ekki geta nálgast vasadagbókina á þessum stöðum geta haft samband við skrifstofur félagsins og fengið dagbókina senda til sín í pósti.


Nú er að fara af stað nýtt Diplómanám í viðskiptafræði og verslunarstjórnun sem byggir á ítarlegri greiningu á starfi verslunarstjóra. Námið er samstarfsverkefni Háskólans á Bifröst, Háskólans í Reykjavík og starfsmenntasjóðanna SVS og SV.   

Í tilefni þessa sóknartækifæris fyrir verslunarstjóra hefur stjórn SVS ákveðið að niðurgreiða skólagjöld fyrir nemendur í fyrsta hópnum um 50.000 kr. á önn fyrir félagsmenn VR og LÍV. Þar að auki geta einstaklingar og fyrirtæki sótt um sameiginlegan styrk og nýtt rétt sinn í Starfsmenntasjóð verslunar- og skrifstofufólks. Nánari upplýsingar um styrki og umsóknir er að finna á starfsmennt.is. Hér fyrir neðan má finna nánari kynningu á náminu.   Umsóknarfrestur rennur út þann 22. janúar næstkomandi.   Láttu þetta tækifæri ekki framhjá þér fara!

Tilvalin leið fyrir verslunarstjóra til þess að nýta reynslu sína og þekkingu til þess að bæta við sig námi.

Nánar um námið á vef Háskólans á Bifröst og Háskólans í Reykjavík

Fyrir félagsmenn sem vilja taka þátt í fundinum um streymi er nauðsynlegt að skrá sig hér


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.