mánudagurinn 11. maí 2020

Skrifstofur félagsins opna

Þar sem strangar reglur um samkomubann hafa nú verið felldar úr gildi á Vestfjörðum þá opna skrifstofur félagsins aftur þriðjudaginn 12. maí. 

Starfsfólk félagsins vill beina þeim tilmælum til félagsmanna og annarra viðskiptavina að enn eru í gildi reglur um fjarlægðarmörk. Vegna þess eru allir hvattir til að nýta rafræn samskipti eins og kostur. Þeir sem þurfa að sinna brýnum erindum sem ekki verða leyst með rafrænum hætti eru beðnir að panta viðtalstíma í síma 456 5190 eða á postur@verkvest.is. Þannig reynum við í sameiningu að sýna samfélagsábyrgð og takmarka smitleiðir.

Hlökkum til að sjá ykkur aftur.

Starfsfólk Verk Vest á Ísafirði, Hólmavík og Patreksfirði

 


mánudagurinn 11. maí 2020

Ályktun formannafundar SGS

Formannafundur Starfsgreinasambands Íslands, 8. maí 2020. Skorar á Ríkið, Samband Íslenskra sveitarfélaga og aðra atvinnurekendur að ganga þegar til saminga við  þau félög sem ósamið er við. Það er með öllu óásættanlegt að launafólk sé samningslaust mánuðum saman og ólíðandi að ekki sé gengið að réttmætum kröfum né staðið við fyrri yfirlýsingar og fyrirheit.

Einnig er minnt á stuðningsyfirlýsingu Miðstjórnar ASÍ við verkfall Eflingar og áskorun Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna.

Yfirlýsing Miðstjórnar ASÍ

 

Áskorun stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga um kjaradeilu lögreglumanna við ríkið

 

 


föstudagurinn 8. maí 2020

Jak oswoić stres - 12. maí 2020

Námskeið kennt á pólsku.

"W życiu nie chodzi o czekanie, aż burza minie… Chodzi o to, by nauczyć się tańczyć w deszczu".  Vivian Green

Celem warsztatów jest pogłębienie wiedzy  z zakresu rodzajów stresu, przyczyn ,  reakcji na stres oraz technik obniżających poziom  stresu i wypracowania optymalnych rozwiązań w sytuacjach postrzeganych jako trudne.

Warsztat przeznaczony jest dla osób, które:

  • Chcą identyfikować źródła własnego stresu i redukować go,
  • Chcą rozwinąć umiejętność kontrolowania i regulowania własnych emocji,
  • Chcą się zrelaksować i dobrze bawić w przyjaznej grupie.

Wykładowca: Grażyna Główczyk - trener i doradca zawodowy.

Dnia: 12.05.2020

Godzina: 17.30-19:30

Koszt: 8000 kr.

Szanowni Państwo, chcemy zwrócić Państwa uwagę, iż w związku z zaistniałą sytuacją w kraju Fundusz Szkoleniowy Landsmennt przeznaczył dodatkowe środki pieniężne na szkolenia prowadzone na dystans. Czyli niektóre szkolenia są bezpłatne. Akcja trwa do 31 sierpnia 2020.

Fundusz Landsmennt obejmuje pracowników odłacających składki do Związków Zawodowych Verk Vest lub Związków Zawodowych w Bolungarvíku podlegających pod Umowy zbiorowe SGS i SA.

W maju będą prowadzone trzy szkolenia w języku polskim, kurs języka angielskiego z polskim wykładowcą oraz kursy języka islandzkiego. Zapraszamy do zapoznania sie z ofertą. W razie pytań proszę o kontakt barbara@frmst.is

Linki do kursów:  https://www.frmst.is/namskeid/tomstundir/Jak_oswoi263_stres_-_Ad_sigra_stress/ 


föstudagurinn 8. maí 2020

Tilvalið tækifæri til að styrkja sig

Afleiðingar Covid-faraldursins hafa gert vart við sig á okkar svæði eins og annarsstaðar, og margur í þeirri stöðu að vera í skertu starfshlutfalli eða jafnvel atvinnulaus. Nú er tækifæri til að nýta tímann í að styrkja sig í starfi og leik, en það er mikilvægt fyrir okkur sem landshluta að vera samkeppnishæf þegar kemur að styrk vinnuafls.

Fræðslumiðstöð Vestfjarða býður upp á fjölbreytt úrval námskeiða sem getur nýst okkur bæði í eigin lífi og í starfi, og leggur Fræðslumiðstöðin mikinn metnað í að þjóna öllum íbúum vestfjarða, íslenskum Vestfirðingum og Vestfirðingum af erlendu bergi brotna.

Verk Vest vekur athygli á því að á þessum tímum er veittur aukinn styrkur til þeirra sem vilja nýta sér þetta tækifæri og bæta við sig, og er styrkur í mörgum tilfellum allt að 90% af námskeiðsgjaldi.

Frekari upplýsingar eru á heimasíðu Fræðslumiðstöðvarinnar https://www.frmst.is/


Launataflan hefur nú verið birt og hana má nálgast hér.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.