Drífa Snædal, forseti ASÍ: 
Forsvarsfólk ríkisstjórnarinnar hefur kosið að þróa tillögur til aðgerða við fordæmalausum aðstæðum einkum í samtali við sjálft sig. Reyndin er hins vegar sú að þekkingin og reynslan liggur hjá verkalýðshreyfingunni og aðeins með samtali og samvinnu getum við búið til lausnir sem henta vanda af þeirri stærðargráðu sem við nú stöndum frammi fyrir. Krafa okkar um samráð snýr að þessu.“ 
 
Viðbrögð ASÍ má sjá í heild sinni hér

Kosningin stendur til kl. 12:00 á fimmtudag og eru félagsmenn hvattir til að kjósa í tíma. Nú hafa aðeins 15,3% félagsmanna kosið, ekki láta tímann hlaupa frá okkur!

Helstu atriði samningsins eru:

 • Launahækkanir:
  • o Jan. 2020 kr. 17.000.
  • o Apr. 2020 kr. 24.000.
  • o Jan. 2021 kr. 24.000.
  • o Jan. 2022 kr. 25.000.
  • o Jan. 2023 tekur ný launatafla gildi sem hefur í för með sér launahækkun sbr. alm. markaðinn.
 • Útborgun launa færist þannig til að beri fyrsta dag mánaðar upp á helgidag skuli greiða út laun síðasta virka dag á undan.
 • Eingreiðsla kr. 105.000 fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall, en þessi greiðsla er auk fyrirframgreiðslunnar kr. 125.000 sem var greidd í fyrra. Samtals eingreiðsla til starfsmanna Súðavíkur- og Reykhólahreppa er þá kr. 230.000.
 • Stytting vinnuviku um 180 mínútur án launaskerðingar.
 • Persónuuppbætur koma í stað orlofs- og desemberuppbóta og verða:
  • o des. 2019 kr. 115.850.
  • o maí 2020 kr. 50.450.
  • o des. 2020 kr. 118.750.
  • o maí 2021 kr. 51.700.
  • o des. 2021 kr. 121.700.
  • o maí 2022 kr. 53.000.
  • o des. 2022 kr. 124.750.
  • o maí 2023 kr. 54.350.
 • Lágmarksorlof verður 30 dagar og reiknast ávinnslan frá 1. janúar 2020.
 • Gert er ráð fyrir að orlofstöku ljúki að fullu á orlofsárinu.
 • Fái starfsmenn ekki orlof á sumarorlofstíma að ósk vinnuveitanda reiknast 25% álag á þann hluta sem tekinn er utan sumarorlofstíma.
 • Skilgreint er hvernig skuli greiða fyrir ferðir með nemendur og skjólstæðinga.
 • Aukið er við vinnufatnað við ræstingar og starfsfólk íþróttahúsa og sundstaða.
 • Greitt verður fyrir kr. 20 á unna klst þar sem krafist er borgaralegs fatnaðar við vinnu.
 • Skilgreint er persónuálag fyrir menntun á framhaldsskólastigi og fyrir meistarabréf í iðngrein.
 • Heimilt verður að veita starfsmanni sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í þrjú ár launað leyfi í samtals 3 mánuði til að stunda viðurkennt nám sem veitir starfsréttindi.
 • Skilgreint verður hvernig skuli fara með ráðningar eftir 70 ára aldur.
 • Rýmri réttindi vegna veikinda barna og vegna mæðraskoðunar.
 • Greiðslur í sjúkrasjóð hækka í 0,6%. Tímabundið hækka greiðslur í sjúkrasjóð í 1,2% vegna Covid-19.
 • Launamaður fær 1,5% allra launa lögð inn í sérstakan Félagsmannasjóð ofan á launin. Stofnframlag verður í þennan sjóð kr. 61.000 miðað við fullt starf, og hlutfallslega fyrir þá sem eru í lægra starfshlutfalli. Tímabil til viðmiðunar fyrir stofngreiðslu er 1. apr. 2019 til 1. feb. 2020. Útfærsla á þessu atriði er í vinnslu hjá ASÍ og SNS.
 • Hagvaxtarauki reiknast á laun verði hagvöxtur hagstæður.
 • Launaþróunartrygging tengir laun við almenna markaðinn svo starfsmenn sveitarfélaga sitji ekki eftir.

Laun félagsmanna Verk Vest á almennum vinnumarkaði sem starfa á taxtalaunum samkvæmt kjarasamningum félagsins við Samtök atvinnulífsins hækkuðu um kr. 24.000 þann 1. apríl 2020. Almenn launahækkun til þeirra sem ekki eru á taxtalunum samkvæmt launatöflu hækka um kr. 18.000 frá sama tíma. Aðrir launaliðir sem kveðið er á um í kjarasamningi, svo sem bónusar í fiskvinnslu, hækkuðu um 2,5%.

Hækkanir á launum eiga að koma til útborgunar á öll laun fyrir aprílmánuð og út samningstímann.

Félagsmönnum Verk Vest er bent á að fylgjast sérstaklega vel með að umsamdar launahækkanir skili sér inn á launareikninga og birtist með réttum hætti á launaseðlum aprílmánaðar. 

Í samræmi við ofangreindan kjarasamning gildir einnig eftirfarandi frá 1. apríl 2020. 

 • Lágmarks mánaðartekjur fyrir fullt starf í dagvinnu fyrir 18 ára og eldri eftir 6 mánaða starf hjá sama fyrirtæki hækkar og er kr. 335.000 frá 1. apríl.
 • Starfsmenn fá 51.000 kr. í orlofsuppbót 1. júní 2020, miðað við fullt starf.
 • Starfsmenn fá 94.000 kr. í desemberuppbót ekki síðar en 15. desember 2020, miðað við fullt starf.

Launataxtar verkafólk - almenni markaðurinn ( SGS )

Launataxtar ferðaþjónusta og veitingar - almenni markaðurinn ( SGS )

Launataxtar verslunar og skrifstofufólks ( LÍV/VR )

Launataxtar iðnaðarmanna ( Samiðn )


Á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga voru tvö sveitarfélög sem greiddu eingreiðslu til sinna starfsmanna vegna tafa við gerð nýs kjarasamnings, en vegna þessa var Súðavíkur- og Reykhólahreppum vísað úr Sambandi Sveitarfélaga.

Nú hafa Súðavíkur- og Reykhólahreppar undirritað samninga við Verkalýðsfélag Vestfirðinga sem innihalda kjarabætur umfram það sem önnur sveitarfélög treystu sér í.

 

Helstu atriði samningsins eru:

 • Launahækkanir:
  • o Jan. 2020 kr. 17.000.
  • o Apr. 2020 kr. 24.000.
  • o Jan. 2021 kr. 24.000.
  • o Jan. 2022 kr. 25.000.
  • o Jan. 2023 tekur ný launatafla gildi sem hefur í för með sér launahækkun sbr. alm. markaðinn.
 • Útborgun launa færist þannig til að beri fyrsta dag mánaðar upp á helgidag skuli greiða út laun síðasta virka dag á undan.
 • Eingreiðsla kr. 105.000 fyrir fullt starf og hlutfallslega fyrir lægra starfshlutfall, en þessi greiðsla er auk fyrirframgreiðslunnar kr. 125.000 sem var greidd í fyrra. Samtals eingreiðsla til starfsmanna Súðavíkur- og Reykhólahreppa er þá kr. 230.000.
 • Stytting vinnuviku um 180 mínútur án launaskerðingar.
 • Persónuuppbætur koma í stað orlofs- og desemberuppbóta og verða:
  • o des. 2019 kr. 115.850.
  • o maí 2020 kr. 50.450.
  • o des. 2020 kr. 118.750.
  • o maí 2021 kr. 51.700.
  • o des. 2021 kr. 121.700.
  • o maí 2022 kr. 53.000.
  • o des. 2022 kr. 124.750.
  • o maí 2023 kr. 54.350.
 • Lágmarksorlof verður 30 dagar og reiknast ávinnslan frá 1. janúar 2020.
 • Gert er ráð fyrir að orlofstöku ljúki að fullu á orlofsárinu.
 • Fái starfsmenn ekki orlof á sumarorlofstíma að ósk vinnuveitanda reiknast 25% álag á þann hluta sem tekinn er utan sumarorlofstíma.
 • Skilgreint er hvernig skuli greiða fyrir ferðir með nemendur og skjólstæðinga.
 • Aukið er við vinnufatnað við ræstingar og starfsfólk íþróttahúsa og sundstaða.
 • Greitt verður fyrir kr. 20 á unna klst þar sem krafist er borgaralegs fatnaðar við vinnu.
 • Skilgreint er persónuálag fyrir menntun á framhaldsskólastigi og fyrir meistarabréf í iðngrein.
 • Heimilt verður að veita starfsmanni sem starfað hefur skv. þessum samningi samfellt í þrjú ár launað leyfi í samtals 3 mánuði til að stunda viðurkennt nám sem veitir starfsréttindi.
 • Skilgreint verður hvernig skuli fara með ráðningar eftir 70 ára aldur.
 • Rýmri réttindi vegna veikinda barna og vegna mæðraskoðunar.
 • Greiðslur í sjúkrasjóð hækka í 0,6%. Tímabundið hækka greiðslur í sjúkrasjóð í 1,2% vegna Covid-19.
 • Launamaður fær 1,5% allra launa lögð inn í sérstakan Félagsmannasjóð ofan á launin. Stofnframlag verður í þennan sjóð kr. 61.000 miðað við fullt starf, og hlutfallslega fyrir þá sem eru í lægra starfshlutfalli. Tímabil til viðmiðunar fyrir stofngreiðslu er 1. apr. 2019 til 1. feb. 2020. Útfærsla á þessu atriði er í vinnslu hjá ASÍ og SNS.
 • Hagvaxtarauki reiknast á laun verði hagvöxtur hagstæður.
 • Launaþróunartrygging tengir laun við almenna markaðinn svo starfsmenn sveitarfélaga sitji ekki eftir.

 

Opnað hefur verið fyrir rafræna kosningu félagsmanna um samninginn og stendur kosningin til fimmtudagsins 23.04.2020 kl. 12:00. Niðurstöður kosningarinnar verða kynntar föstudaginn 24. apríl.

HLEKKUR Á KOSNINGUNA ER Á FORSÍÐU VERK VEST


Mynd: ruv.is
Mynd: ruv.is

Til að halda samfélaginu gangandi á erfiðum tímum reynir á fólkið okkar sem sinnir famlínustörfum. Öll vitum við að mikið reynir á heilbirgðisstarfstarfsfólk og þau sem sinna löggæslustörfum. Þetta fólk á mikið hrós skilið fyrir sín óeigingjörnu störf. En við megum ekki gleyma að það eru fleiri starfsstéttir sem sinna framlínustörfum og standa vaktina fyrir okkur við mjög erfiðar aðstæður. Starfsfólk sem sinnir ýmiskonar þjónustustörfum eins og í verslunum, veitingastöðum og á bílaverkstæðum svo dæmi séu tekin, eru í mikilli nálægð við smitleiðir. Þessar starfsstéttir leggja sig daglega í smithættu og eiga sannarlega mikið hrós skilið fyrir sitt óeigingjarna starf í okkar þágu.

Ef ekki væri fyrir mikilvægt framlag framlínufólksins okkar væri samfélagið sannarlega í verri stöðu og jafnvel alveg lamað. Fólkið okkar í framlínunni hefur sýnt alveg ótrúlega aðlögunarhæfni við erfiðar og krefjandi aðstæður. Þau sinna störfum sem öllum þykir sjálfsagt að séu til staðar, líka við erfiðar og krefjandi aðstæður. Í hvert sinn sem ég fer í verslun dáist ég að framlagi starfsfólks og er gírðarlega þakklátur fyrir að þau séu til staðar fyrir okkur.

Sýnum fólkinu okkar sem er í framlínustörfum virðingu og kurteisi, ekki bara núna þegar mikið reynir á vegna Covid-19, gerum það alltaf. Þetta er fólkið sem er í mikilli nálægð við smitleiðir og leggur sig í hættu til að halda samfélaginu gangandi.

Þökkum framlínufólkinu okkar fyrir, gerum það næst þegar við förum út í búð eða hvar sem við þurfum á þjónusta að halda. Sýnum þeim þakklæti, virðingu og gefum þeim stórt hrós.

Njótum páskahelgarinnar og virðum tveggja metra mörkin.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.