þriðjudagurinn 21. nóvember 2017

Fjórða iðnbyltingin er hafin! FRESTAÐ!

Frestað til 7. des. vegna veðurs.

Fyrirlestur um áhrif nútímatækni á störf, líðan, atvinnutækifæri og atvinnuleit í evrópskri starfmenntaviku. 

í boði: Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða, Verkalýðsfélags Vestfirðinga og Vinnumálastofnunar 

Miðvikudaginn 22. nóvember 2017, kl 12 - 12:30. 
í Fræðslumiðstöð Vestfjarða. 

Einnig verður sent út í fjarfundi á Hólmavík og Patreksfirði. 

Fyrirlesari: Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og mannauðsráðgjafi hjá Hugtak 

Létt hádegissnarl í boði. 

Tökum þátt í starfsmenntaviku og búum okkur undir framtíðarvinnumarkaðinn!


þriðjudagurinn 14. nóvember 2017

Desemberuppbót 2017

Desemberuppbót skal greidd ekki síðar en 15. desember, miðað við starfshlutfall og starfstíma, öllum starfsmönnum sem hafa verið samfellt í starfi hjá atvinnurekanda í 12 vikur á síðustu 12 mánuðum eða eru í starfi fyrstu viku í desember. Fullt ársstarf telst 45 unnar vikur eða meira.

Full desemberuppbót 2017 er sem hér segir:

Verkafólk, starfsmenn á veitinga-, þjónustu- og greiðasölustöðum, beitningamenn á smábátum, starfsmenn á bændabýlum, starfsmenn ríkisstofnana................ 86.000

Verslunar- og skrifstofufólk................................. 86.000

Kalkþörungaverksmiðjan Bíldudal.........................93.815

Iðnaðarmenn og iðnnemar.................................. 86.000

Þörungaverksmiðja Reykhólum.......................... 127.715 

Starfsmenn sveitarfélaga...................................110.750 

Hjá sveitafélögum miðast 100% starf við tímabilið 1. janúar til 30. nóvember sama ár. Hafi starfsmaður gegnt hlutastarfi eða starfað hluta úr ári, skal hann fá greitt miðað við starfshlutfall og/eða starfstíma, þó þannig að hann hafi starfað samfellt a.m.k. frá 1. september það ár. Starfsmaður sem lætur af störfum á árinu, en hafði þá starfað samfellt í a.m.k. 6 mánuði skal einnig fá greidda desemberuppbót miðað við starfstíma og starfshlutfall á árinu.


miðvikudagurinn 8. nóvember 2017

Fræðsludagar félagsliða

Félagsliðar innan SGS á samráðsfundi
Félagsliðar innan SGS á samráðsfundi

Miðvikudaginn 22. nóvember næstkomandi verður hinn árlegi fræðsludagur félagsliða haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Dagskráin verður með fjölbreyttu sniði, en viðburðurinn er opinn félagsliðum um allt land óháð stéttarfélagi. Nauðsynlegt er að skrá sig hjá Drífu Snædal (drifa@sgs.is) fyrir 15. nóvember. Félagsliðar um allt land eru hvattir til að nýta sér þetta tækifæri til að fræðast og ekki síst hitta aðra félagsliða og ræða sameiginleg málefni.

Verk Vest hvetur starfandi félagsliða í félaginu til þátttöku.

Dagskrá

Kl. 10:00 – 11:00              Hópavinna um stöðu félagsliða og framtíðarsýn

Kl. 11:30 – 12:00              Samantekt og umræður

Kl. 12:00 – 13:00              Hádegismatur

Kl. 13:00 – 14:00              Félagsliðar sem burðarstoð í velferðarkerfi framtíðarinnar

Kl. 14:00 – 14:40              Kynning á nýju framhaldsnámi félagsliða

Kl. 14:40 – 15:00              Kaffi

Kl. 15:00 – 15:45              Að njóta sín í starfi og koma í veg fyrir kulnun

Kl. 16:00                            Fundalok


Mynd bsrb.is
Mynd bsrb.is

Á fundi stjórnar Verkalýðsfélags Vestfirðinga 6. nóvember var samþykkt að félagið endurnýjaði gildandi aðgerðaráætlun sem nýst gæti stjórn, trúnaðarráði og starfsfólki félagsins í þeirra vinnu og auka færni starfsfólks félagsins til að aðstoða atvinnurekendur til að innleiða slíkt á vinnustöðum.

Aðgerðaráætlunin inniheldur einnig starfsmannasáttmála Verkalýðsfélags Vestfirðinga sem er hugsaður sem ein helsta forvörn gegn einelti á vinnustað og er vegna þessa hluti af aðgerðaráætluninni. Í lokaorðum er farið yfir áherslur Verk Vest er varða atvinnulífið í heild sinn með tilliti til eineltis, ofbeldis og hverskyns áreitis á vinnustöðum. 

Aðgerðaráætlunin gegn einelti, ofbeldi, kynbundinni og kynferðislegri áreitni byggir á gildandi lögum og reglugerðum er efnið varða. Tilgangurinn er að vinna gegn ofbeldi og hverskyns áreiti á vinnustað, setja fram skýra áætlun þess efnis hvert skuli tilkynna atvik sem upp koma, hver viðbrögð fyrirtækisins verða við þeim tilkynningum sem og þær leiðir sem fyrirtækið fer til að takast á við vandann.  

Áætlunin inniheldur skilgreiningar á einelti, kynbundinni- og kynferðislegri áreitni sem og kynbundnu ofbeldi til skýringar á hugtökunum. Áætlunin inniheldur einnig starfsmannasáttmála þar sem settar eru fram hegðunarreglur sem starfsmönnum ber að fylgja á vinnustað. Með því eru sett fram skýr skilaboð til starfsmanna varðandi hvað séu eðlileg samskipti og hegðun gagnvart samstarfsfólki.  Með slíkri áætlun er markmiðið að fyrirbyggja hverskyns ofbeldi á vinnustað, tryggja jákvæðan starfsanda, draga úr fjarvistum frá vinnu vegna veikinda og með því auka framleiðni á vinnustað.

Áætlunin er verkfæri fyrir atvinnurekendur til að nýta innan síns fyrirtækis til að takast á við erfiðan starfsanda, óeðlilega hegðun og miklar fjarvistir vegna neikvæðs starfsumhverfis. Fyrirtæki geta leitað til Vinnueftirlisins eftir fræðsluefni og til tilkynningar á alvarlegum atvikum en ættu með virkri aðgerðaráætlun innan síns fyrirtækis að geta fyrirbyggt slík atvik.

Áætlunin í heild sinni er aðgengileg hér á síðunni


þriðjudagurinn 31. október 2017

Nýtt tímabil orlofsbókana opnar 1.nóvember

Ásholt 2
Ásholt 2

Nýtt tímabil orlofsbókana verður opnað kl.8.00 miðvikudaginn 1. nóvember. Opnað verður fyrir tímabilið 3. janúar - 18. maí 2018 að páskahelgi undanskilinni. Páskaúthlutun verður auglýst síðar.


Landssambönd

Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að eftirtöldum landssamböndum innan ASÍ.