Translate to

Tilkynningar

Eldri félögum Verk Vest veittur styrkur

Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti á fundi þann 6. nóv. að veita eldri félögum kr5000,- í styrk hyggist þeir sækja fræðslu eða tómstundanámskeið. Í skammdeginu gefst oft færi á að sækja margskonar námskeið, hvort heldur sem er til fræðslu eða tómstunda. Með þessu vill stjórn Verk Vest koma á móts við eldri félagsmenn sína sem eiga ekki lengur möguleika á styrkjum úr hinum hefðbundnu sjóðum félagsins eða öðrum starfsmenntasjóðum. Greiðslur úr sjóðum félagsins eða þeim sem félagið er aðili að miðast við inneign félagsmanns eða hvað hefur verið greitt af honum frá vinnuveitanda. Þar sem réttur eldri félaga skerðist þegar hætt er að greiða til félagsins, var það ákvörðun stjórnar að koma á móts við þessa félaga okkar með ofangreindum hætti.


Eldri félagar sem eru orðnir 67 ára að aldri, og hafa verið félagsmenn eigi skemur en 5 ár, eru fullgildir félagar í Verk Vest þrátt fyrir að starfsævi þeirra sé lokið. Þeir eiga jafnan rétt á við aðra félagsmenn þegar kemur að orlofsíbúðum og sumarhúsum félagsins eða öðrum sameiginlegum eignum eftir því sem reglur segja til um. Þeir eiga rétt til að sækja námskeið á vegum félagsins eða samtaka sem það er aðili að, ásamt fullum rétti til þáttöku í öllu félags- og trúnaðarstörfum á vegum Verk Vest.  Þrátt fyrir að ekki sé um stóra upphæð að ræða vonast stjórn Verk Vest til að hún eigi eftir að koma að góðum notum.

Deila