Tilkynningar

Skattabreytingar um áramót

Þann 1. janúar 2008 hækkar persónuafsláttur einstaklinga um 5,86% eða 1.884 kr. vegna hækkunar vísitölu neysluverðs milli desember 2006 og 2007. Við það munu skattleysismörkin hækka um kr. 5.274 frá sama tíma.
Ástæðu þessarar hækkunar má rekja til þess að Alþýðusamband Íslands samdi um það við síðustu ríkisstjórn við endurskoðun kjarasamninga í júní 2006 að taka aftur upp verðtryggingu persónuafsláttar og þar með skattleysismarka , og kemur það til framkvæmda nú um áramótin.
Deila