VIRK - endurhæfing

Geðheilsan og vinnustaðurinn - fræðslubæklingur fyrir stjórnendur

VIRK hefur gefið út fræðslubækling í samvinnu við embætti landlæknis um geðræn vandamál sem ætlaður er stjórnendum á vinnustöðum.

Bæklingurinn er bæði hugsaður sem almennur fræðslubæklingur um geðræn vandamál og vinnustaðinn en í honum má einnig finna upplýsingar um hvernig bregðast má við slíkum aðstæðum á vinnustaðnum. Nálgast má bæklinginn á skrifstofu VIRK í Guðrúnartúninu og rafræna útgáfu hans má sjá hér.

Vekjum einnig athygli á að dagskrá ráðstefnu VIRK um starfsendurhæfingu og starfsgetumat í Hörpu fimmtudaginn 21. maí 13.00-16.30 liggur nú fyrir. Ráðstefnan er öllum opin og aðgangur ókeypis. Nánari upplýsingar og skráning hér.

Deila