Translate to

VIRK - endurhæfing

Með tromp á hendi frá VIRK

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður hefur ýtt úr vör kynningarherferð til að kynna hlutverk og þjónustu á vegum VIRK og til að fjölga möguleikum þeirra sem lokið hafa starfsendurhæfingu til þátttöku í atvinnulífinu. Einstaklingarnir sem koma fram í auglýsingunum og viðtölum hafa allir nýtt sér þjónustu VIRK og tekist að virkja krafta sína á nýjan leik eftir áföll. Herferðinni er m.a. beint að fulltrúum atvinnulífsins og undirstrikar hversu verðmætir starfskraftar einstaklingar sem lokið hafa starfsendurhæfingu eru. Einstaklingar sem vegna veikinda eða slysa hafa þurft að breyta lífi sínu, þar sem lífið snýst jafnvel á hvolf á einni svipstundu. Einstaklingar sem hafa tekist á við mikið mótlæti en sýnt skýran baráttuvilja með því að fara í gegnum starfsendurhæfingu. Til þess þarf styrk sem VIRK hjálpar til við að beina í réttan farveg. Sá styrkur og vilji er verðmæti sem atvinnulífið á að nýta sér. Einnig hefur fólk sem hefur sigrast á erfiðleikum almennt víðari sýn á lífið sem nýtist á öllum vinnustöðum. Atvinnurekendur eru því svo sannarlega með tromp á hendi þegar þeir ráða einstaklinga sem hafa lokið starfsendurhæfingu á vegum VIRK. Viðtölin við einstaklingana og frekari upplýsingar má finna á vefsíðu VIRK.

Deila