Translate to

VIRK - endurhæfing

Ráðstefna um starfsendurhæfingu og starfsgetumat 21. maí

Árangursrík starfsendurhæfing samhliða markvissu matsferli verður umfjöllunarefni ráðstefnu sem VIRK Starfsendurhæfingarsjóður stendur fyrir í Hörpu fimmtudaginn 21. maí 13.00-16.30.

Meðal fyrirlesara á ráðstefnunni verða Ása Dóra Konráðsdóttir, sviðsstjóri starfsendurhæfingarsviðs VIRK, Gert Lindenger og Annette de Wind. Lindenger, sem er forseti EUMASS (Samtaka tryggingalækna í Evrópu) og de Wind eru bæði læknar að mennt og hafa m.a. starfað um árabil í tengslum við tryggingastofnanir í Hollandi og Svíþjóð.

Nánari upplýsingar um dagskrá ráðstefnunnar 21. maí verða birtar síðar.

 

Virkur vinnustaður
Munið málþingið á morgun þriðjudag 5. maí kl. 13.00-16.00 á Grand um velferð og fjarvistir á vinnustöðum. Málþingið er öllum opið og hægt er að skrá þátttöku hér.

Deila