Translate to

VIRK - endurhæfing

Starfsendurhæfing öflugasta sparnaðartækið

„Það er mikið vandamál að lenda á örorkubótum og starfsendurhæfing er bæði mikilvæg fyrir þjóðfélagið og örorkuþega,“ segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í frétt á mbl.is og bendir á að að aukin framlög til starfsendurhæfingar séu öflugasta sparnaðartækið. Í innleggi Þorsteins á hádegisfundi SA kom m.a. fram að vísbendingar séu um að vinnumarkaðurinn á Íslandi muni skreppa saman eftir um áratug og erfiðara verði því að manna hagvöxt í landinu. Ástæðan sé hækkandi meðalaldur þjóðarinnar og mikil örorkubyrði en hlutfall fólks á Íslandi sem horfið hefur af vinnumarkaði vegna þess að það er metið sem öryrkjar er á meðal þess hæsta sem þekkist. Níu prósent þjóðarinnar eru í dag örorkuþegar, hlutfallið hefur farið hratt vaxandi á liðnum árum. Fjárframlög ríkisins og lífeyrissjóða í örorkubyrði hafa tvöfaldast á undanförnum árum og nema um 50 milljörðum á ári. Það er með allra hæstu útgjöldum sem þekkist eða um 2,7 prósent landsframleiðslunnar. Þrátt fyrir þetta þá er það staðreynd að stjórnvöld hér á landi verja nær engu fjármagni til starfsendurhæfingar á meðan öll önnur ríki innan OECD verja meiru. Sjá nánar í frétt á virk.is

Deila