Translate to

VIRK - endurhæfing

Starfsendurhæfingarsjóðurinn VIRK

Ráðgjafar á Vestfjörðum

Henný Þrastardóttir og Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir starfa sem ráðgjafar VIRK á Vestfjörðum. Skrifstofa þeirra er staðsett á skrifstofu Verk Vest og hægt er að hafa samband við ráðgjafa í síma 456-5190 eða með tölvupósti í henny@verkvest.is og siggahulda@verkvest.is. Frekari upplýsingar um starfsemi VIRK má finna á heimasíðu sjóðsins.

VIRK Starfsendurhæfingarsjóður

Tilgangur þjónustu VIRK er að aðstoða fólk við að komast aftur í vinnu. Um er að ræða markvissa ráðgjöf sem snýr að starfsendurhæfingu og krefst fullrar þátttöku viðkomandi einstaklings. Þjónustan er ferli sem felur í sér greiningu á stöðu og möguleikum eftir verkferlum VIRK.

Á vegum VIRK starfa sérhæfðir ráðgjafar í starfsendurhæfingu sem eru staðsettir hjá stéttarfélögum víða um land. VIRK starfar einnig í nánu samstarfi við stéttarfélög, atvinnurekendur, ýmsa þjónustuaðila í starfsendurhæfingu og stofnanir velferðarkerfisins.

Hverjir eiga rétt á þjónustu VIRK?

Miðað er við að einstaklingur sé með vottaðan heilsubrest frá lækni þegar hann kemur til ráðgjafa VIRK. Ráðgjafar starfa alltaf í samráði við lækni. Mögulegt er fyrir lækni að fylla út og senda beiðni um þjónustu sem aðgengileg er í Sögu og á heimasíðu VIRK

Hvernig er óskað eftir þjónustu?

Einstaklingur sem óskar eftir þjónustu VIRK þarf að byrja á að panta tíma hjá sínum lækni og óska eftir beiðni fyrir starfsendurhæfingu. Ef læknir telur einstakling hafa þörf fyrir starfsendurhæfingu þá sendir hann beiðni til VIRK.

Þegar beiðni hefur borist til VIRK fær einstaklingur sent sms og/eða tölvupóst um að fara inn á „Mínar síður“ og svara spurningalista. Til að geta gert það verður viðkomandi að vera með rafræn skilríki.

Skýr svör við spurningalistanum nýtast til að taka afstöðu til þess hvort að starfsendurhæfing sé sá vettvangur sem henti best á þessum tímapunkti eða hvort önnur þjónusta gæti átt betur við.

Athugið að þetta ferli getur tekið einhvern tíma.

Upplýsingar um starfsemi VIRK má finna á heimasíðu sjóðsins.

Deila