Translate to

VIRK - endurhæfing

Þverfagleg og samhæfð þjónusta í starfsendurhæfingu skilar árangri – niðurstöður úr viðamiklu þróunarverkefni í Danmörku

Í desember síðastliðnum var birt skýrsla með niðurstöðum úr viðamiklu endurkomu til vinnu (ETV) verkefni sem framkvæmt var í Danmörku 2009 - 2012. Verkefnið gengur undir nafninu „Det store TTA (Tilbage Til Arbejdsmarkedet)-projekt" eða „Stóra ETV-verkefnið" þar sem um er að ræða stærsta verkefni af þessu tagi á heimsvísu.

Verkefnið var skipulagt og fór í gang í kjölfar samnings milli dönsku ríkisstjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins árið 2008 um að setja af stað verkefni með þann tilgang að draga úr veikindafjarvistum. Alls 39 verkefni tengjast ofangreindum samningi og er TTA verkefnið eitt af þeim og það langstærsta.

Sjá nánar á virk.is
Deila