Translate to

Tilkynningar

Atvinnuleysisbætur og greiðslur í fæðingarorlofi hækkuðu um áramót

Þann 1. janúar 2008 hækkuðu grunnatvinnuleysisbætur um 3,3 % og hækka greiðslur á atvinnuleysisdag hjá þeim sem er með fullar bætur úr kr. 5.272.- í kr 5.446.-
Fullar grunnatvinnuleysisbætur á mánuði hækka úr kr. 114.244.- í kr. 118.015.-

Hámarksfjárhæð greiðslna vegna tekjutengdra atvinnuleysisbóta skv. 32.gr laga nr. 54/2006 verða kr. 191.518 á mánuði.
Frítekjumark skv. 36. gr. laganna verður kr. 53.716.- á mánuði.

Greiðslur í fæðingarorlofi og viðmiðunartölur hækkuðu almennt um 3,3% nú um áramótin. Fæðingastyrkur til nema í fullu námi hækkaði hins vegar öllu meira.
Fæðingastyrkur til nema í fullu námi er nú sá sami og lágmarksgreiðslur til fólks á vinnumarkaði í 50-100% starfi. Allar nánari upplýsingar um fæðingar- og foreldraorlof má lesa hér.

Deila