Fræðslumál
Námskeið
Félagið stendur fyrir starfsmenntanámskeiðum fyrir félagsmenn, oft í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Þar má nefna námskeið fyrir fiskvinnslufólk, byggingamenn, starfsfólk heilbrigðisstofnana og sveitarfélaga o.fl. Einnig gengst félagið fyrir ýmsum félagslegum námskeiðum, ekki síst fyrir trúnaðarmenn á vinnustöðum.
Félagið er aðili að Fræðslumiðstöð Vestfjarða, sem er miðstöð símenntunar og fjarnáms á Vestfjörðum (sjá tengla á fræðslustofnanir hér að neðan).
Styrkir til náms
Verkalýðsfélag Vestfirðinga er aðili að LandsMennt, starfsmenntasjóði verkafólks á landsbyggðinni og atvinnurekenda, Sjómennt, starfsmenntasjóði sjómanna og útgerðarmanna, Ríkismennt, þróunar- og símenntunarsjóði SGS og ríkisins, Sveitamennt, starfsmenntasjóði SGS og sveitarfélaganna og Starfsmenntasjóði verslunar- og skrifstofufólks.
Allir þessir sjóðir styrkja einstaklinga til starfsmenntunar og veita einnig styrki til stærri verkefna á vegum fyrirtækja og stéttarfélaga.
Félagsmenn skila inn umsókn um einstaklingsstyrk til skrifstofu Verk-Vest, sem metur umsóknina og afgreiðir styrkinn skv. starfsreglum viðkomandi sjóðs. Félagið sækir síðan um endurgreiðslu frá sjóðnum. Við hvetjum félagsmenn til að nýta sér rétt sinn hjá sjóðunum.
Umsóknareyðublöð:
Nánari upplýsingar um sjóðina og starfsreglur þeirra er að finna á vef hvers og eins (sjá tengla hér að neðan).
Skrifstofa félagsins er félagsmönnum einnig innan handar með upplýsingar og aðstoð vegna starfsnáms og hverskyns fræðslu og menntunar.
Fræðslustofnanir
- Félagsmálaskóli alþýðu
- Fræðslumiðstöð atvinnulífsins
- Fræðslumiðstöð Vestfjarða
- Menntaskólinn á Ísafirði
- Mímir - símenntun
Starfsmenntasjóðir