Translate to

Fréttir

1. MAÍ - baráttudagur launþega !

 

Að vanda hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrá 1. maí hátíðarhaldanna. Á félagssvæði Verkalýðsfélags Vestfirðinga verður dagskrá á þremur stöðum. Á Ísafirði þar sem Verk Vest ásamt Félagi Járniðnaðarmanna og Fos Vest sjá um dagskrána sem hefst með kröfugöngu frá Baldurshúsinu. Þaðan verður gengið niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.  Í Edinborgarhúsinu verður boðið upp á vandaða hátíðardagskrá. Að henni lokinni verður boðið upp á kaffihlaðborð í Guðmundarbúð, húsi Slysavarnafélagsins á Ísafirði.  Ekki má gleyma hefðbundinni kvikmyndasýningu fyrir börnin í  Alþýðuhúsinu á Ísafirði.  

 

Á Suðureyri verður haldið myndarlega upp á baráttudaginn eins og hefð er fyrir.

Dagskráin hefst kl. 14 með kröfugöngu frá Brekkukoti að Bjarnarborg, en þar verður boðið upp á kaffiveitingar ásamt dagskrá í tali og tónum.  

 

Á  Patreksfirði hefjast 1. maí hátíðahöldin  kl. 14 í Félagsheimili Patreksfjarðar. Þar verður bingó og kaffisala. Veglegir vinningar eru í boði í bingóinu eins og áður. Skemmtikraftarnir Abbababb koma fram. Eins og venjulega rennur ágóði af kaffisölu til Félagsheimilisins.

  

DAGSKRÁ Á ÍSAFIRÐI

Kröfuganga:

 Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi.

Dagskráin í Edinborg:

Ræðumaður dagsins

Finnbogi Sveinbjörnsson formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Lúðrasveit tónlistaskólans

Stjórnandi Madis Maekalle

Karlakórinn Ernir

Stjórnandi Beáta Joó, undirleikari Margrét Gunnarsdóttir

Pistill dagsins

Bryndís Friðgeirsdóttir

Einsöngur

Ingunn Ósk Sturludóttir

Undirleikari Hulda Bragadóttir

Dúettinn Halldór S.

Halldór Smárason og Halldór Sveinsson

Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar 

í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

Kvikmyndasýningar fyrir börn

í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

Ljósmyndasýning í Edinborg

Skemmtilegar ljósmyndir úr atvinnulífinu í gegnum tíðina. Sýningin stendur 1. til 5. maí.

Myndlistasýning á Kaffi Edinborg - Reynir Torfa opnar sýningu kl. 15:00

Karlakórinn Ernir verður með tónleika í Ísafjarðarkirkju kl. 17:00.

 

DAGSKRÁ Á SUÐUREYRI

Kl 14:00 Kröfuganga

frá Brekkukoti.

Boðsund í sundhreysti.

Kaffiveitingar

í Bjarnaborg.

1. maí ávarp

Lilja Rafney Magnúsdóttir.

Söngur og hljóðfæraleikur barna.

Bræðrabandið skemmtir.

Harmonikuleikur

Árni á Vöðlum.

 

DAGSKRÁ Á PATREKSFIRÐI

1. maí hátíðahöld  kl. 14 í Félagsheimili Patreksfjarðar.

Þar verður bingó og kaffisala. Veglegir vinningar eru í boði í bingóinu eins og áður.

Skemmtikraftarnir Abbababb koma fram.

Eins og venjulega rennur ágóði af kaffisölu til Félagsheimilisins

Deila