Translate to

Fréttir

1. maí er alþjóðlegur baráttudagur verkafólks

Fyrsta maí komum við saman til að fagna alþjóðlegum baráttudegi Verkafólks. Samstaða launafólks hefur gert verkalýðshreyfinguna að mikilvægasta aflinu í baráttunni fyrir bættum kjörum og réttindum á íslenskum vinnumarkaði. Þess vegna er nauðsynlegt að við minnumst baráttunnar. Minnumst þeirra fórna sem fólkið okkar hefur fært og þess mikila árangurs af starfi verkafólks sem við njótum í dag.

Mætum öll í kröfugöngur verkalýðsfélaganna og sýnum hverju öðru samstöðu í sókn að nýjum sigrum.

Til hamingju með daginn.

Finnbogi Sveinbjörnsson, formaður Verkalýðsfélags Vestfirðinga.

Deila