Translate to

Fréttir

1. maí hátíðahöld á Suðureyri

Kröfugangan Kröfugangan
Þetta er líklega sundhreysti Þetta er líklega sundhreysti
Boðsundið Boðsundið
Bjarnaborg - hús félagsins á Suðureyri Bjarnaborg - hús félagsins á Suðureyri
Lilja Rafney með merki dagsins Lilja Rafney með merki dagsins

Á Suðureyri er löng hefð fyrir hátíðahöldum á baráttudegi verkalýðsins, 1. maí. Súgfirðingar brugðu ekki vana sínum þetta árið og héldu myndarlega upp á daginn með kröfugöngu, 1. maí ávarpi sem Lilja Rafney Magnúsdóttir formaður Súganda flutti, tónlist, boðsundi í sundhreysti og kaffisamsæti. Það er gott til þess að vita að haldið er upp á 1. maí á minni þéttbýlisstöðum á félagssvæði okkar, en Patreksfirðingar héldu líka upp á daginn eins og þeir hafa gert undanfarin ár. Okkur hafa nú borist myndir frá hátíðahöldunum á Suðureyri sem Sturla Páll Sturluson lét í té, ásamt ávarpi Lilju.
Myndirnar fylgja með fréttinni og ávarp Lilju er hér til hliðar undir pistlar.

Deila