Translate to

Fréttir

1.maí hátíðarhöldin á Vestfjörðum

Frá 1.maí kröfugöngu á Ísafirði Frá 1.maí kröfugöngu á Ísafirði

Í dag eru 15 þúsund einstaklingar á atvinnu. Getum við sætt okkur við það?

Við viljum vinna ! 


Tökum öll þátt í kröfugöngu stéttarfélaganna.


Á Ísafirði verður lagt af stað  í kröfugönguna frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Á Suðureyri verður lagt af stað frá Brekkukoti kl. 14:00 og gengið að sudlauginni þar sem hátiðarhöldin hefjast með boðsundi. Á Patreksfirði verða hátíðarhöld með hefðbundnu sniði þar sem boðið verður í kaffi í félagsheimilinu. Þá verður að vanda haldið 1. Maí BINGÓ og eru vinningarnir veglegir að vanda, en meðal vinninga er vikudvöl í tvö olofshús Verk Vest.

Dagskráin á Ísafirði:

 Edinborg:

Ræðumaður dagsins

Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ

 

Lúðrasveit tónlistaskólans

Stjórnandi Madis Maekalle.

 

Tónlistaratriði

Þröstur Jóhannesson tónlistarmaður flytur eigin lög.

 

Pistill dagsins

Ólöf Hildur Gísladóttir framkvæmdarstjóri FOS Vest

 

„Vegir liggja til allra átta"

Atriði úr þessari skemmtilegu sýningu sem Litli leikklúbburinn og Kómedíuleikhúsið setti upp í vetur. Sýningin er byggð á söngperlum Ellýar og Vilhjálms Vilhjálmsbarna.


Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar
 

í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum.

 

Kvikmyndasýningar fyrir börn

í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00

 

Ljósmyndasýning í Edinborg

Skemmtilegar ljósmyndir úr atvinnulífinu í gegnum tíðina. Sýningin er í samvinnu við Safnahúsið og stendur frá 1. - 10. maí.

Harmonikkudansleikur í Félagsheimilinu á Súðavík

Stendur frá kl. 10:00 - 02:00


1.Maí Hátíðarhöld Suðureyri.

 

Kl: 14:00

  • Kröfuganga frá Brekkukoti.
  • Boðsund barna í sundlaug Suðureyrar.
  • Kaffiveitingar í Félagsheimili Súgfirðinga
  • 1. Maí ávarp.
  • Söngur og tónlistaratriði barna.
  • Villi Valli og félagar taka lagið
  • Allir velkomnir - 1. Maí nefndin
Deila