Translate to

Fréttir

4. Þing SGS - Samstaða og samvinna !

4. þing Starfsgreinasambands Íslands var sett í Hofi á Akureyri í gær klukkan 15:00 undir yfirskriftinni Samstaða og Samvinna. Á þinginu mun verða fjallað um kjaramál í aðdraganda kjarasamninga, atvinnumál almennt, húsnæðismál og fleira. Formaður Sarfsgreinasambandsins, Björn Snæbjörnsson flutti kröfuga settningaræðu í þingbyrjun, en ásamt Birni fluttu þau Eygló Harðardóttir félags- og húsnæðismálaráðherra og Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ ávörp. Nánar má lesa um setningu þingsins á heimasíðu SGS. Þingfulltrúar Verk Vest eru þau Finnbogi Sveinbjörnsson, Ólafur Baldursson, Eygló Jónsdóttir og Ingvar Samúelsson. En nánar mun verða fjallað um þingið hér á síðunni næstu daga.
Deila