Translate to

Fréttir

7. október – Alþjóðlegur baráttudagur fyrir mannsæmandi vinnu

Alþjóðasamband verkalýðsfélaga, ITUC, hefur ákveðið að gera daginn í dag, 7. október að baráttudegi launafólks um allan heim fyrir mannsæmandi vinnu. Í yfirlýsingu ITUC segir að það eigi að vera sjálfsagður réttur hverrar manneskju að fá að vinna og það sem meira er að hafa starf sem gerir viðkomandi kleift að lifa mannsæmandi lífi. Stjórnvöld í hverju landi fyrir sig þurfa að standa vörð um félagsleg réttindi íbúanna og tryggja að lög sem ná yfir vinnumarkaðinn verndi sjálfsögð réttindi launafólks.

Baráttudagurinn hefur lent í skugganum af miklum og slæmum tíðindum af íslenskum fjármálamarkaði, en full ástæða er til að minna á hann, einmitt vegna afleiðinganna sem þessi ótiðindi gætu haft fyrir vinnumarkað okkar.

Þótt hér hafi ríkt svokallað góðæri undanfarin ár, hefur gæðunum verið ákaflega misskipt. Íslenskir atvinnurekendur eru að vísu flestir löghlýðnir og fara eftir lögum og kjarasamningum, en innan um eru svartir sauðir, því miður alltof margir, sem nýta sér þekkingarleysi starfsmanna til að brjóta á þeim. Ætla má að sérstök ástæða sé til að fylgjast enn betur með þessum málum á næstunni eins og nú horfir í efnahagsmálum.

Yfirlýsingu ITUC um báráttudaginn 7. október má lesa hér.

Ávarp Guy Ryder framkvæmdastjóra ITUC um baráttudaginn 7. október má sjá og heyra hér.

Deila