Translate to

Fréttir

ASÍ leggur fram helsu áherslur í viðræðum við stjórnvöld – langlundargeð launþegasamtaka þrotið !

Á fundi forseta og varaforseta Alþýðusambandsins með oddvitum stjórnarflokkana í gær voru áherslur ASÍ gegn bráðavanda heimila og atvinnulífs lagðar fram. Á fundinum fóru fulltrúar launafólks yfir drög að þríhliða sáttmála um stöðugleika, en verkalýðshreyfingin hefur lagt á það áherslu að koma í veg fyrir að mistök í hagstjórn undanfarinna ára endurtaki sig.


Jafnframt lögðu fulltrúar ASÍ fram áherslur samtakanna við stjórnvöld um ýmis framfaramál sem ASÍ kallar stjórnarflokkana til samstarfs um. Áður en ráðist verði í frekara samstarf á næstu vikum ætlast ASÍ til þess, að endurreisn á fjárhag heimilanna hafi allan forgang þegar í dag. Í því sambandi hefur ASÍ lagt fram eftirfarandi megináherslur:


1. Tryggt verði að nauðsynlegar reglugerðir og verklagsreglur um framkvæmd verði gefnar út strax, þar sem tryggt verði m.a. að krafa um að lán verði sett í skil sem forsendu fyrir aðstoð verði vikið til hliðar

2. Ráðgjafastofa um fjármál heimilanna í samráði við héraðsdóm ráði a.m.k. 50 fjármálaráðgjafa til næstu 6-9 mánaða til að aðstoða fólk í greiðsluvanda

3. Farið verði í umfangsmikið kynningaátak með dagblaðaauglýsingum, bæklingum og fræðslufundum þar sem þau úrræði sem til staðar eru verði kynnt

4. Stofnaður verði Bjargráðasjóður heimilanna sem hafi forræði yfir afskriftareikningum banka og fjármálastofnana vegna skulda heimilanna og vinni skipulega að því að endurskipuleggja fjárhag viðkomandi heimila.


Á fundinum var einnig lagður fram áherslulisti í 9 liðum gegn bráðavanda heimila og atvinnulífs. Ennferkari ummfjöllun og listan má nálgast á heimasíðu ASÍ.
Deila