ASÍ og félagsmálaráðuneyti hafa samráð
Forsetar ASÍ og Jóhanna Sigurðardóttir félagsmálaráðherra áttu samráðsfund fimmtudaginn 9. okt. þar sem farið var yfir efnahagsástandið og sérstaklega ræddar aðgerðir til að létta undir með fólki sem horfir fram á atvinnumissi og fjárhagslegt tap vegna bankakreppunnar. Var m.a. rætt hvaða leiðir væri hægt að fara til að lágmarka skaða þessa hóps.
Alþýðusambandið og félagsmálaráðuneytið munu hafa náið samráð á næstu vikum til að koma þessum málum í viðunandi farveg. Félagsmálaráðuneytið hefur opnað sérstakan upplýsingavef vegna efnahagsþrenginganna sem nú ganga yfir og má komast á hann með því að smella hér.