ASÍ vill víðtækt samráð
Alþýðusamband Íslands boðaði til fundar í gær með þeim aðilum sem höfðu frumkvæði að stöðugleikasáttmálanum í fyrra. Krafa ASÍ er að Samtök atvinnulífsins komi aftur að borðinu enda sé verkefnið sem gengið var til sl. sumar enn óleyst. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir ljóst að efnhagsaðgerða sé þörf til að koma hjólum atvinnulífisins af stað. Nú er lag eftir jákvæða afgreiðslu AGS á endurskoðun efnahagsáætlunar Íslands á föstudag, segir forseti ASÍ.
Allir þeir aðilar sem sátu fundinn í dag, þar á meðal SA, hafa samþykkt að mæta til annars fundar um málið að viku liðinni.
Tillögu ASÍ má lesa hér.