Translate to

Fréttir

Aðalfundur Verk Vest

Formaður fer yfir skýrslu stjórnar Formaður fer yfir skýrslu stjórnar
Olli og Sævar þungt hugsi Olli og Sævar þungt hugsi
Boðið í kaffi í fundarlok Boðið í kaffi í fundarlok

 

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt aðalfund félagsins laugardaginn 24. maí síðastliðinn. Í skýrslu stjórnar og reikningum félagsins kom fram að eiginfjár- og eignarstaða er allgóð.  Formaður félagsins kom inn á að næstu skref í þróun félagsins væri að breyta því úr svæðisskiptum deildum yfir í starfsgreinaskiptar deildir. Með því væri jafnvel hægt að ná til fleiri sem enn stæðu fyrir utan félagið.

 

Þá voru einnig gerðar breytingar á reglugerð sjúkrasjóðs sem fela í sér fjölgun daga í dagpeningagreiðslum úr 120 dögum í 150 daga eða 5 mánuði alls.  Þá var styrkur vegna heilsudvalar og krabbameinsskoðunar hækkaður og nýjum lið vegna viðtalsmeðferðar hjá sálfræðingi, geðhjúkrunarfræðingi, félags- eða fjölskylduráðgjafa  bætt við 7. grein sem fjallar um aðra styrki.  Sjúkrasjóður félagsins hefur einnig gefið góðar gjafir til stofnana og félagasamtaka á svæðinu sem haf koið eldri félagsmönnum okkar sérstaklega vel.    

 

Á fundinum var farið yfir störf orlofsnefndar félagsins og þær hugmyndir sem þar verið er að vinna að í orlofsmöguleikum félagsmanna. Þá voru fyrirhuguð dagsferð félagsmanna til Flateyjar og orlofsferð til Kraká í Póllandi kynntar á fundinum.  Fundarmönnum var boðið upp á kaffihlaðborð sem kvenfélagskonur úr Hvöt sáu um þetta skiptið.


Aðalfundur samþykkti að senda frá sér stutta ályktun vegna Íbúðalánasjóðs, og er hún eftir farandi:

 

"Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga beinir þeim orðum til Jóhönnu Sigurðardóttur félags- og tryggingarmálaráðherra, að hún standi sérstakan vörð um almenn útlán Íbúðalánasjóðs þannig að sjóðurinn verði áfram eitt heildstætt lánakerfi fyrir alla landsmenn."

 

Greinagerð.

Ekki er ljóst hvaða tilgangi það á að þjóna hjá ríkisstjórninni að boða óljósar og ótímasettar breytingar á Íbúðalanasjóði eins og staðan í efnahagsmálum þjóðarinnar er um þessar mundir.  Öll óvissa í þeim efnum er einungis fallin til að skapa ótta og villa um fyrir íbúðarkaupendum, sem mega eiga von á hækkun vaxta almennra íbúðalána komi til afnám ríkisábyrgðar á almenn útlán sjóðsins. 

 

Íbúðalánsjóður hefur staðið af sér fyrri atlögur banka og sparisjóða, sem geystust inn á íbúðalánamarkaðinn með gylliboðum um endurfjármögnun og hærra lánshlutfall til íbúðakaupenda. Þeir íbúðakaupendur sem tóku lán hjá bönkum og sparisjóðum standa nú frammi fyrir þeirri staðreynd að vextir lánanna verði hækkaðir umtalsvert.  Sú aðför að skipulagi og útlánum íbúðalánasjóðs sem nú er verið að gera kemur til með að bitna harðast á íbúðakaupendum á landbyggðinni.

Deila