Aðalfundur Verk Vest 14. maí
Áður en gengið verður til hefðbundinnar dagskrár aðalfundar verður boðið upp á léttan málsverð.
Dagskrá:
1. Skýrsla stjórnar
2. Kynntur ársreikningur fyrir starfsárið 2012
3. Lýst kjöri stjórnar, varamanna, trúnaðarráðs, sjúkrasjóðs og skoðunarmanna
4. Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs um lagabreytingar
5. Tillögur stjórnar og trúnaðarráðs um nýjar starfs- og siðareglur
6. Tillögur um reglugerðabreytingar:
a) Sjúkrasjóðs
b) Orlofssjóðs
c) Fræðslu- og styrktarsjóðs
d) Vinnudeilusjóðs
7. Ákvörðun félagsgjalds og hlutfall í vinnudeilusjóð
8. Kosning stjórnar vinnudeilusjóðs
9. Lögð fram tillaga um laun til stjórnar og nefnda
10. Önnur mál
Aðalfundur er opinn öllum félagsmönnum Verk Vest. Á fundinum eiga allir jafnan atkvæðis- málfrelsis- og tillögurétt. Félagsmenn eru hvattir til að nýta sér rétt sinn og mæta á aðalfund félagsins.
Áríðandi er að staðfesta þátttöku við skrifstofu félagsins á Ísafirði í síðasta lagi mánudaginn 13. maí 2013.
Stjórn Verkalýðsfélags Vestfirðinga