Translate to

Fréttir

Aðalfundur Verk Vest veitir RKÍ styrk

Bergljót Halldórsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson Bergljót Halldórsdóttir og Finnbogi Sveinbjörnsson

Aðalfundur Verkalýðsfélags Vestfirðinga samþykkti að svara ákalli frá félögum okkar í verkalýðsfélögum í Úkraínu og nágrannaríkjum þeirra um stuðning í orðum og verki. Stjórn Verk Vest lítur á það sem samfélagsskyldu félagsins að veita stríðshrjáðum flóttamönnum aðstoð og lagði því til við aðalfund félagsins að veita styrk til Rauðakross Íslands (RKÍ). Félagar á aðalfundi samþykktu að veita RKÍ kr.500.000 til aðstoðar við flóttafólk frá Úkraínu. Bergljót Halldórsdóttir, formaður Rauðakrossdeildarinnar á Ísafirði veitti styrknum móttöku og sagði að fjármunirnir myndu nýtast vel hér á svæðinu þar sem hingað væri þegar kominn nokkur fjöldi flóttafólks frá Úkraínu. Rétt er að vekja athygli á að ASÍ, SGS og fjöldi stéttarfélaga hefur áður samþykkt veita fé til hjálparstarfs tengdu móttöku flóttamanna frá Úkraínu.

Deila