Aðild að stéttarfélagi
hér.
Eftir nýgerða kjarasamninga hefur töluvert borið á þeim misskilningi í samfélaginu hverjir hefðu heimild til að kjósa um kjarasaminga og hverjir ekki. Einnig hefur verið töluverð umræða um stéttarfélagsaðild og hvort starfsfólk geti staðið utan stéttarfélaga. Skylduaðild að stéttarfélögum er bönnuð og er vinnandi fólki heimilt að standa utan þeirra. Þó starfsmaður velji að standa utan stéttarfélags þýðir það ekki að þar með losni atvinnurekandi undan skyldu til innheimtu iðgjalda til þess stéttarfélags sem gerir kjarasamning um það starf sem ráðið er til, eða undan skyldu vinnuveitandans að greiða til sjóða viðkomandi stéttarfélags ( lífeyris-, sjúkra-, orlofs- og menntasjóðs ). Með öðrum orðum þá öðlast starfsmaður réttindi og vernd skv. viðeigandi kjarasamningi þó hann standi utan félags. Hins vegar hefur starfsmaðurinn hvorki kjörgengi eða atkvæðisrétt um kjarasamninga eða málefni félagsins. Nánar má fræðast um stéttarfélagsaðildina