Translate to

Fréttir

Aðstoð vegna myntkörfulána

Kanski ekki hin dæmigerða myntkarfa Kanski ekki hin dæmigerða myntkarfa
Félagsmönnum í Verkalýðsfélagi Vestfirðinga býðst nú að leita til lögfræðinga félagsins til að fá úr því skorið hvort myntkörfulán sem þeir kunna að hafa tekið gæti verið ólögmæt samkvæmt úrskurði hæstaréttar. Það eina sem þarf að gera er að koma eftirfarandi gögnum til félagsins:

1. Upprunalegur lánasamningur
2. Einn greiðsluseðil sem dæmi ( yfirleytt til staðar á heimabanka )

Félagið mun síðan sjá um að koma ofangreindum gögnum til lögfræðinga félagsins,  sem munu síðan finna út hver staðan  varðandi lánið er og veitt ráðgjöf um framhaldið. Þess má geta að þessi þjónusta er félagsmönnum algjörlega að kostnaðarlausu. Ef í ljós kemur að viðkomandi lán telst ólöglegt og við tæki frekari vinna lögfræðinga við hagsmunagæslu gagnvart bönkum eða fjármálafyrirtækjum yrði eingöngu greidd þóknun á sömu kjörum og félagsmenn njóta hverju sinni.
Deila