Translate to

Fréttir

Ágætu þingmenn Norðvesturkjördæmis !

Stjón Verkalýðsfélags Vestfirðinga vill beina þeim tilmælum til þingmanna Norðvestur kjördæmis að þið gerið allt sem í ykkar valdi stendur til að verja þá miklu uppbyggingu sem orðið hefur undanfarin ár í rækjuveiðum og vinnslu í kjördæminu. Af sex starfandi rækjuverksmiðjum á landinu eru fimm starfandi í Norðvesturkjördæmi. Tvær af þeim stærstu eru starfandi á Vestfjörðum, Hólmadrangur á Hólmavík og Kampi á Ísafirði. Verði frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra um kvótasetningu á rækjuveiðum í úthafinu að veruleika blasir fátt annað við hjá þessum fyrirtækjum en fara í stórfelldar uppsagnir og jafnvel lokanir með afleiðingum sem gætu orðið óafturkræfar fyrir kjördæmið.

 

Stórn Verk Vest samþykkti ályktun á stjórnarfundi félagsins í gærkvöldi vegna fyrirhugaðra kvótasetningar á úthafsrækjuveiðar. Ályktuninni viljum við ekki síst beina til þingmanna okkar í þeirri von og trú að þeir komi störfum í rækjuvinnslu og veiðum sem og atvinnulífi kjördæmisins til varna.

Deila