Translate to

Fréttir

Áherslur og kröfur Starfsgreinasambandsins lagðar fram hjá Samtökum atvinnulífsins

Viðræðuhópur SGS á fundi hjá SA.  Mynd. mbl.is Viðræðuhópur SGS á fundi hjá SA. Mynd. mbl.is

Kröfugerð samninganefndar Starfsgreinasambands Íslands f.h. aðildarfélaga sinna annarra en Eflingar stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur var kynnt Samtök atvinnulífsins í dag á fyrsta formlega samningafundi aðila, en kjarasamningurinn rann út þann 30. nóvember s.l. Samninganefnd Starfsgreinasambandins vill stuðla að stöðugleika svo að takast megi að auka kaupmátt, skapa ný störf og  létta á böli atvinnuleysisins og þeim fjárhagsvanda sem fjölskyldur í landinu glíma við. Almennar launahækkanir verða að koma til framkvæmda strax og gerð er krafa um 200.000 króna lágmarkslaun.

Starfsgreinasamband Íslands hefur lagt sitt af mörkum til þess að þjóðin geti unnið sig út úr þeim efnahagsvanda sem við er að glíma og er tilbúið til að gera það áfram. Samninganefnd Starfsgreinasambandins vill í komandi kjaraviðræðum stuðla að stöðugleika svo að takast megi að auka kaupmátt, skapa ný störf og létta á böli atvinnuleysisins og þeim fjárhagsvanda sem fjölskyldur í landinu glíma við.Samningnefnd Starfsgreinasambandsins leggur áherslu á annars vegar beinar launahækkanir og hins vegar að stjórnvöld sýni staðfestu sem geti leitt til aukins kaupmáttar m.a. með hækkun persónuafsláttar og tekjuskattsbreytingum í þágu hinna lægst launuðu  auk annarra efnahagsúrræða. Auk almennra launahækkana leggur samninganefndin meðal annars áherslu á tilfærslu starfsheita í launatöxtum og breytingu á reiknitölum kaupaukakerfa.

Nánar er sagt frá áherslum og kröfum Starfsgreinasambands Íslands á vef SGS.

 

Deila