Translate to

Fréttir

Ákvörðun tekin um áframhald kjaraviðræðna

Á fundi helstu hreyfinga launamanna á Íslandi með Samtökum atvinnulífsins í morgun var ákveðið að halda áfram viðræðum framlengingu kjarasamninga og gerð stöðugleikasáttmála.  SA hefur lagt mikla áherslu á lækkun stýrivaxta og segir það forsendu endurreisnar atvinnulífs í landinu.  Eftir litla lækkun stýrivaxta Seðlabankans í gær var jafnvel búist við því að SA segði sig frá samningaborðinu.  Það gerðist ekki. 


Þess í stað ákváðu ASÍ og önnur samtök launafólks, ásamt SA, að gera tilraun til að þroska áfram aðgerðaráætlun í samstarfi við ríkisstjórn sem gæti leitt til þess að Seðlabankinn lækkaði vexti enn frekar.  Það kom fram á fundinum að glíman við ríkisfjármálin væri verkefni af þeirri stærðargráðu að það ynnist ekki án aðkomu aðilavinnumarkaðarins. Sú staða setur mikla ábyrgð á hendur þessum aðilum.

Um þetta er fjallað á vef ASÍ og SGS.

Sjá einnig frétt á mbl.is

Deila