Translate to

Fréttir

Allt að 218% verðmunur

Verslunin Bónus í Reykjanesbæ var oftast með lægsta verðið þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 13 verslunum víðsvegar um landið þann 25. febrúar, en farið var í lágvöruverðsverslanir, stórmarkaði sem og klukkubúðir. Hæsta verðið var oftast að finna í klukkubúðinni 10/11 Akureyri eða í meira en helmingi tilvika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta verði vöru í könnuninni var frá 9% upp í 218% en oftast var hann 25-75%. Af þeim vörum sem Samkaup–Úrval Selfossi átti til var í um 10% tilvika umbeðin vara óverðmerkt, sem er óviðunandi fyrir neytendur. 

 

Af 83 vörutegundum sem voru skoðaðar voru flestar fáanlegar hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði og Hagkaupum Kringlunni eða 82 af 83, Krónan Granda átti til 79 og Iceland 78. Fæstar vörurnar voru fáanlegar hjá Samkaupum-Strax eða 51 af 83 og 10/11 átti til 52. Af þessum 52 vörum sem 10/11 áttu til voru þeir dýrastir í 46 tilvikum.

Nánar er hægt að lesa um könnunina á ASÍ.

Deila