Allt að 25% verðmunur á hæsta og lægsta verði
Af þeim 110 vörutegundum sem skoðaðar voru var Samkaup-Úrval með hæsta verðið í 58 tilvikum, Hagkaup í 31, Fjarðarkaup 21 og Nóatúni í 20. Bónus var með lægsta verðið á 63 vörutegundum af þeim 110 sem skoðaðar voru. Krónan var lægst í 29 tilvikum og Fjarðarkaup í 15. Þegar umbeðin vara var bæði til í Bónus og Krónunni var um eða undir 2 kr. verðmunur í næstum helmingi tilfella.
Minnstur verðmunur á mjólkurvörum
Af þeim 22 mjólkurvörum, ost og viðbiti sem skoðaðar voru, var verðmunurinn undir 25% í 17 tilvikum. Minnstur verðmunur var á léttmjólk, sem var ódýrust á 109 kr./l. hjá Bónus, Krónunni og Fjarðarkaupum en dýrust var hún á 110 kr./l. hjá
Nettó, Nóatúni, Hagkaupum og Samkaupum-Úrvali. Verðmunurinn er 1 kr. eða 1%. Mestur verðmunur var á 10 eggjum frá Brúnegg, sem voru dýrust á 768 kr. hjá Fjarðarkaupum en ódýrust hjá Krónunni á 580 kr. verðmunurinn er 188 kr. eða 32%.
Meiri verðmunur var á öllum öðrum vöruflokkum í könnuninni. Sem dæmi má nefna ávexti og grænmeti en verðmunurinn var í helmingi tilvika milli 50-75%. Mestur verðmunur var á spínati í poka sem var ódýrast á 1.630 kr./kg. hjá Krónunni en dýrast á 2.850 kr./kg. hjá Nettó. Verðmunurinn er 1.220 kr./kg. eða 75%. Einnig var 75% verðmunur á rófum sem voru ódýrastar á 199 kr./kg. hjá Krónunni en dýrastar á 349 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali. Minnstur verðmunur var á gulri melónu sem var dýrust á 399 kr./kg. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrust á 295 kr./kg. hjá Bónus sem gerir 35% verðmun.
Af öðrum vörum í könnuninni má nefna að mestur verðmunur í könnuninni var á triple action tannkremi frá Colgate sem var dýrast á 5.427 kr./l. hjá Samkaupum-Úrvali en ódýrast á 2.450 kr./l. hjá Bónus. Verðmunurinn er 2.977 kr. eða 122%. Ein 737 gr. dós af Swiss miss með sykurpúðum var dýrust á 688 kr. hjá Fjarðarkaupum en ódýrust á 543 kr. hjá Bónus sem er 27% verðmunur. Mömmu hindberjasaft var ódýrust á 798 kr. hjá Nóatúni en dýrust á 849 kr. hjá Hagkaupum og Samkaupum-Úrvali sem er 6% verðmunur. Barnamatur frá Gerber „eplamauk" var ódýrast á 149 kr./st. hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 189 kr./st. hjá Samkaupum-Úrvali sem er 27% verðmunur. Frosinn lambahryggur var ódýrastur á 1.498 kr./kg. hjá Hagkaupum en dýrastur á 1.898 kr./kg. hjá Nóatúni og Krónunni sem er 27% verðmunur. Heimilisbrauð frá Myllunni var ódýrast á 298 kr./st. hjá Fjarðarkaupum en dýrast á 334 kr./st. hjá Hagkaupum og Samkaupum-Úrvali sem er 12% verðmunur
Í könnuninni var skráð hilluverð vöru eða það verð sem neytandinn hefur upplýsingar um inni í búðinni að hann eigi að greiða fyrir vöruna. Þegar skýrt er gefið til kynna að veittur sé afsláttur af merktu verði við kassa var skráð afsláttarverð. Til að auðvelda verðsamanburð er skráð mælieiningaverð vöru, þar sem pakkastærðir eru mismunandi eftir verslunum.
Könnunin var gerð á sama tíma í eftirtöldum verslunum: Bónus Ísafirði, Krónunni Árbæ, Nettó Mjódd, Fjarðarkaupum Hafnarfirði, Nóatúni Hringbraut, Samkaupum-Úrvali Hafnarfirði og Hagkaupum Holtagörðum.
Hér er aðeins um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki er lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.
Verslunin Kostur og verslunin Víðir neituðu þátttöku í könnuninni
Kostur Dalvegi og Víðir heimiluðu ekki verðlagseftirlitinu að taka niður verð í verslunum sínum.