Translate to

Fréttir

Almennur félagsfundur og aðalfundur Baldurs deildar Verkalýðsfélags Vestfirðinga

Verkalýðsfélag Vestfirðinga hélt almennan félagsfund í gær. Tilefnið var kosning fulltrúa á ársfund Lífeyrissjóðs Vestfirðinga sem verður haldinn þann 21. maí nk. á Hótel Ísafirði. Samkvæmt reglum sjóðsins á félagið rétt á 28 fulltrúum sem hafa atkvæðisrétt á fundinum, en fundurinn er opinn öllum sjóðsfélögum sem hafa þar málfrelsi og tillögurétt.  Á fundinum var lögð fram tillaga með nöfnum 28 fulltrúa frá Verkalýðsfélagi Vestfirðinga og 28 til vara. Ekki komu fram breytingatillögur og teljast fulltrúarnir því réttkjörnir.

 

Þá var einnig haldinn aðalfundur Baldursdeildar Verkalýðsfélags Vestfirðinga þar sem kosin var deildarstjórn og varamenn.

Eftirfarandi skipa því deildarstjórn Baldurs 2009 - 2010.

Ólafur Baldursson - formaður

Kári Þ. Jóhannsson - varaformaður

Ari Sigurjónsson - ritari

Varastjórn:

Guðbjartur Ástþórsson

Sigrún María Árnadóttir

Guðrún O. Kristjánsdóttir

Á fundinum var eftirfarandi ályktun samþykkt. " Fundurinn skorar á stjórn Verk Vest að fylgja eftir kröfu um að staðið verði við umsamdarm launahækkanir sem samið var um í síðustu kjarasamningum"

Deila